Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 92

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 92
verk í náttúrunni, útbreiðslumynstur, sam- félög og samlífi við aðrar lífverur. I byrjun er sérstakur kafli um nýja grundvallarflokkun lífvera jarðar í átta ríki í stað þeirra tvegga (jurta og dýra) sem lengi liafa viðgengist. Hinir hefðbundnu sveppaflokkar skipast samkvæmt þessari skiptingu í þrjú ríki: „litberaríki" (Chromista), frumdýraríki (Pro- tozoa) og svepparíki (Mycota). Aðeins þeir flokkar sem lenda í síðastnefnda ríkinu eru „sveppir“ samkvæmt hinum nýja skilningi sem fyrr var nefndur og hljóta umfjöllun samkvæmt því í seinni hluta bókarinnar. Höfundur skiptir þessum „ekta sveppuin" í eftirfarandi meginflokka eða fylkingar: Chytridiomycota (svipusveppi), Zygomy- cota (oksveppi), Ascomycota (sekksveppi/ asksveppi) og Basidiomycota (kólfsveppi). Athygli vekur að „vanburðasveppir“ (Fungi imperfecti) eru ekki með í þessari upp- talningu, né heldur fléttur (Lichenes) sem höfundur setur í llokkinn „Lecanomy- cetales" í fylkingu asksveppa. Þá eru belgsveppir (Gastromycetes) ekki hafðir sem sérstakur flokkur. Margar fleiri nýjungar koma fram í llokkunarfræði höf- undar sem of langt er upp að telja. Má víst segja að höfundurinn hafi lagt sig fram um að taka með allt það nýjasta sem þekkt er á þessu sviði og reyndar í sveppa- fræðinni allri. Að þessu leyti er kennslubók hans mjög óvenjuleg og óhefðbundin því höfundar kennslubóka eru vanalega mjög varkárir og seinir að taka upp nýjungar. A hinn bóginn markar þetta bókinni sérstakan sess og gerir hana á ýmsan hátt gagnlegri en ella. Uppsetning bókarinnar er líka nokkuð sérstök og að minni hyggju til fyrirmyndar. Mikið er um rammagreinar sem prentaðar eru á gráum grunni og ætlað er það hlutverk að útskýra nánar eða veita frekari upplýsingar um efnið á sömu síðu eða opnu. Þá eru á annarri spássíu hverrar blaðsíðu allnokkrar millitilvísanir í skylt efni eða myndir, og er það mjög gagnlegt við lestur bókarinnar og sérstaklega við nám. Bókin er ríkulega myndskreytt með svart- hvítum myndum eingöngu, bæði ljós- myndum og skýringarteikningum sem hvort tveggja er mjög vel gerl. Ljósmyndir af smá- sæjum sveppum eða einkennum sveppa eru margar frábærlega skýrar og með því besta sem sést hefur á því sviði. Finnst mér sannast á þessari bók að litmyndir eru ekki endilega nauðsynlegar við lýsingu á náttúrufyrirbærum eins og nú er almennt talið. Þó ýmsum muni líklega finnast höfundur nokkuð nýjungagjarn og bók hans sér- viskuleg, bætir hún örugglega úr brýnni þörf sem lengi hefur verið fyrir kennslubók af þessu tagi. Flestar samsvarandi bækur eru orðnar 10-15 ára gamlar og sveppa- fræðin hefur þróast ört síðustu árin. Þess má geta að lokum að íslenskur grasafræðingur, Svanhildur (Jónsdóttir) Svane, sem einnig hefur starfað við kennslu í Árósaháskóla er meðal þeirra sem höfund- ur þakkar í formála bókar sinnar fyrir góðar ábendingar, einkum varðandi fléttur. Bókin er 344 bls. í Skírnisbroti, sterklega heft, en óbundin. Hún kostar 248 danskar krónur. David Boertmann: Thegenus HYGROCYBE Fungi ofNorthern Europe-Vol 1. Svampetryk, Greve 1995. Hvarvetna þar sem graslendi er ríkjandi gróður eru toppsveppir (Hygrocybe) og hnúfusveppir (Camarophyllus) meðal algengustu og mest áberandi sveppa, enda eru flestar tegundir þeirra litskrúðugar. Þannig er það einnig hér á landi og er vitað um 23 tegundir eða fleiri af þessum ættkvíslum sem hér eiga heima. Reyndar eru flestar þeirra nokkuð auðgreindar en surnar eru þó mjög breytilegar og þekkjast í mörgum formum eða afbrigðum. Nú hefur danskur sveppafræðingur, David Boertmann að nafni, slegið þessum tveimur ættkvíslum saman í eina sem hann kallar Hygrocybe og ritað „mónógrafíu" um tegundir hennar í Norðvestur-Evrópu og á 154
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.