Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 93

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 93
Grænlandi. Höl'undur hefur rannsakað þessa sveppi í tvo áratugi, bæði í sínu heimalandi og víða annars staðar, og ritað ágætar greinar um þá í tímaritið Svampe og víðar. Hann er því manna færastur um að skrifa slíka bók. í bókinni er lýst um 60 tegundum og afbrigðum í myndum og máli. Ágætar ljósmyndir í litum eru af hverri tegund, teikning af gróum hennar og lítið útbreiðslukort þar sem einn punktur er settur á viðkomandi land ef tegundin hefur fundist þar. Lýsingar eru glöggar og greinargóðar og dálítil umfjöllun er um hverja tegund, hvernig hún skilur sig frá öðrum sem líkjast henni o.fl. Breytileiki er oft mikill hjá hattsveppateg- undum. Á síðustu áratugum hafa því margar hefðbundnar tegundir verið „klofnar" niður í smærri einingar sem lýst heíur verið sem nýjum tegundum, oft með vafasömum rétti. Hefur þessi klofningsárátta („splitting") leitt til óstjórnlegrar fjölgunar tegunda sem engir geta í mörgum tilvikuin aðgreint, nema þeir sem lýstu þeim. Höfundur þessarar bókar hefur valið aðra og skynsamlegri leið, semsagt að lýsa breytileikanum eða skipta tegundinni í af- brigði. Þannig hefur viðurkenndum Hygro- cybe-tegundum fremur fækkað en fjölgað við tilkomu þessa rits. Breytingar þær sem orðið hafa á bú- skaparháttum í flestum löndum NV-Evrópu síðustu áratugina hafa leitt til þess að graslendi, blómskrýddar engjar og beitilönd með fjölbreyttum gróðri verða sjaldséðari með hverju ári sem líður. Þar með hverfur hin mikla fjölbreytni sem áður var. Við þessu er nú víða reynt að sporna og þá hafa toppsveppirnir reynst mikilvægur mælikvarði á verndargildi landsins. Er tegundafjöldinn oftast lagður til grundvallar en stundum er miðað við það hversu fágætar tegundir vaxa á staðnum. Þótt svipuð þróun sé víða að gerast hér á landi höfum við lítið leitt hugann að því, enda er gamalt og rótgróið graslendi hér miklu útbreiddara en í grannlöndunum, ef Færeyjar og ýmsar eyjar við Bretland eru undanskildar. Þess má geta að lokum að fáir toppsveppir hafa verulegt matargildi en ekki er þó vitað um neinar eitraðar tegundir meðal þeirra og sumir eru étnir hráir eins og salat og jafnvel notaðir sem skraul með mat. Allar íslenskar tegundir hnúfusveppa og toppsveppa eru í bók Boertmanns og mun flestum reynast auðvelt að nafngreina meirihluta þeirra eftir bókinni. Bókin er öll hin vandaðasta, 184 bls„ heft í glanskápu eins og aðrar sem hér hafa verið til umræðu og kostar aðeins 198 d.kr. að viðbættum sendingarkostnaði. Hœgt er að panta þessar sveppabækur frá fyrirtœkinu Svampetryk, Postboks 168, 2670 Greve, Danmark. (Postgironr. 8 48 93 35.) Helgi Hallgrímsson. 155

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.