Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 5
SURTSEY
35 ÁRA
Surtsey er að líkindum ein þekktasta
eldstöð landsins, að Heklu frátálinni.
Surtseyjargosin, sem stóðu frá 14.
nóvember 1963 til 5. júní 1967, eru
með lærdómsríkustu eldgosum sem
menn hafa getað fylgst með hér á landi.
Sprengigos einkenndu Surtseyjargosin
fyrst í stað, meðan þau voru neðan-
sjávar, en síðan tóku við flœðihraun-
gos. Alls gaus á átta stöðum í og við
Surtsey. Vel var fylgst með gosunum og
var talið að þetta vœri best rann-
sakaða neðansjávareldgosið fram til
þess tíma.
argvíslegar rannsóknir hafa
IV /I einnig farið fram í Surtsey eftir
| V | að gosum lauk. Eyjan kom upp
__________ úr sjó 15. nóvember 1963 og
hefur síðan verið vöktuð bæði af jarðfræð-
ingum og líffræðingum. Jarðfræðingar hafa
einkum fylgst með rofi eyjarinnar, þróun
jarðhitakerfisins og ummyndun lausrar gos-
öskunnar í móberg (Surtseyjarfélagið 1993).
Líffræðingar hafa fylgst með landnámi
ýmissa lífvera, svo sem sela, fugla, há-
plantna, lágplantna, skordýra og örvera
(Sturla Friðriksson 1994).
Sveinn P. Jakobsson (f. 1939) lauk mag.scient.-
prófi í bergfræði frá Kaupmannahafnarháskóla
1969 og doktorsprófi frá sama skóla 1980. Sveinn
hefur starfað sem sérfræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun Islands síðan 1969. Hann hefur einnig
verið forstöðumaður sömu stofnunar í alls tíu ár.
Nú í nóvember 1998 eru 35 ár síðan
Surtsey myndaðist. Af því tilefni þykir
ástæða til að gera stutta grein fyrir þeim
rannsóknum sem fram fara í eynni einkum
með tilliti til rannsóknaleiðangra sumarsins.
Landmælingar íslands tóku að beiðni
Surtseyjarfélagsins loftmyndir af eynni
þann 23. ágúst s.l. (sjá 1. mynd). Þrjár megin
jarðmyndanir Surtseyjar sjást vel á loft-
myndinni. Tveir hálfhringlaga sprengigígar
eru niest áberandi á henni miðri. Þeir mynd-
uðustfrá 14. nóvember 1963 til 3.apríl 1964.
Gosaskan sem upprunalega var í þessum
gígum hefur smám saman verið að breytast í
móberg af völdum jarðhita, en móbergið er
ljósgult á myndinni. Innan í stóru gígunum
sjást hraungígar og frá þeim runnu hraun til
suðurs og austurs á tímabilinu apríl 1964 til
maí 1965 og al'tur frá ágúst 1966 til júní 1967.
Norðan í eynni er mikill tangi úr lausu
strandseti og fær tanginn efni sitt úr hraun-
unum. Mikið er þarna af rekaviði og ýmsu
rusli sem borist hefur á land.
Á 1. mynd sést stór, grænn blettur
sunnan til í hrauninu. Þctta er þéttur gróður
áburðarkærra plöntutegunda, sem myndast
hefur í mávavarpi sem þarna er (Borgþór
Magnússon o.l'l. 1996). Gróðurbletturinn
hefur vaxið ört á undanförnum árum. Víða í
eynni, einkum þar sem sandborið er, sjást
litlir, ljósir deplar. Þetta eru þúl'ur af fjöruarfa
og melgresi.
Fimm rannsóknaferðir voru farnar til
Surtseyjar í sumar sem leið. Líffræðingar frá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Náttúrul'ræðingurinn 68 (2), bls. 83-86, 1998.
83