Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 8
3. mynd. Vatnsrof norðan í Austurbunka. Móbergið (Ijósbrúnt) kemur fram undan lausrí
gosöskunni. Fremst á myndinni sést í tangann sem er norðan til á eynni, en yfir hann flœðir
á hverjum vetri. Ljósmynd Sveinn P. Jakobsson, ágúst 1998.
tegundir útfellingasteinda og er líklegt að
tvær þeirra séu áður óþekktar í heiminum.
Árið 1964 ákváðu áhugamenn um rann-
sóknir í Surtsey að stofna nefnd um rann-
sóknir í eynni. Þessari nefnd var árið eftir
breytt í félag, Surtseyjarfélagið, og hefur
meginmarkmið þess verið að stuðla , að
vísindalegum rannsóknum í Surtsey. Surts-
eyjarfélagið hefur gefið út tíu rannsókna-
skýrslur; sú síðasta kom út 1992 (Surtsey
Research Progress Report 1992).
Vegna þeirra vísindarannsókna er fara
fram í Surtsey ákvað Náttúruverndarráð að
lýsa eyna friðland 1965. Þessi friðlýsing var
síðan endurnýjuð árið 1974 með skírskotun
til nýrra laga um náttúruvernd sem voru
samþykkt 1971. Um friðlandið gilda sér-
stakar reglur og er óheimilt að fara í eyna
nema með leyfi Surtseyjarfélagsins, en
Náttúruvernd ríkisins hefur falið félaginu
umsjón með eynni (Surtseyjarfélagið 1993).
Heimildir
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon &
Jón Guðmundsson 1996. Gróðurframvinda í
Surtsey. Búvísindi 10: 253-272.
Landmælingar íslands 1994. Surtsey, sérkort í
mælikvarða 1:5.000. Landgreining: Sveinn
Jakobsson. Reykjavík.
Sigurður S. Jónsson & Björn Hróarsson 1990.
Hellarannsóknir í Surtsey. Surtur. Ársrit
Hellarannsóknafélags íslands 1990. 3-10.
Sturla Friðriksson 1994. Surtsey: Lffríki í mótun.
Hið íslenska náttúrufræðifélag & Surtseyjar-
félagið. Reykjavík. 112 bls.
Surtsey Research Progress Report X 1992.
Surtseyjarfélagið, Reykjavík. 105 bls.
Surtsey 30 ára 1993 (Sveinn P. Jakobsson,
Sturla Friðriksson & Erlingur Hauksson,
ritstj.). Surtseyjarfélagið, Reykjavík. 16 bls.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Sveinn P. Jakobsson
Náttúrufræðistofnun Islands
Pósthólf 5320,125 Reykjavík
86