Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 14
1. mynd. Hekla (r) og Selsundsfjall (rr), séðfrá Selsundi 1846. Úr grein um Heklu eftir H.
von Mathiesen í Neues Jahrb. f. Mineralogie usw. 1846, bls. 46. Nákvœmari myndir eru í
bók Schythes (1847). - Drawing of mts. Hekla and Selsundsfjall by H. v. Mathiesen 1846.
veðrið í september 1845 (Clouston 1845a)
segir klerkurinn neðanmáls um 3. september:
„This morning there was a fall of ashes over
all Orkney apparently volcanic, and sup-
posed to have been wafted from Iceland.“
Með sömu töflu, sem birtist í öðru riti, er
stutt klausa dagsett 19. september (Clouston
1845b) sem lýsir gjóskufallinu. Clouston
kveður þetta hafa verið ryk líkast steinlími
(Roman cement). Það fannst á fötum sem
lögð voru út til bleikingar, á kálblöðum, á
steinhellum og gleri og fljótandi á sjónum.
Auk Orkneyja hefur hann fregnað að það
hafi fallið á segl fransks herskips við Leirvík
(Lerwick) sunnarlega á Hjaltlandi. Rykið var
komið kl. 3-4 um morguninn, en fáeinum
dögum áður hafði fólk orðið vart við brenni-
steinslykt.
Við þetta tækifæri rifjar Clouston upp
frásögn úr bók um sögu Orkneyja, sem fyrst
kom út 1805. Hér er sú frásögn tekin upp úr
kafla um snjókomu í eyjunum, í síðari útgáfu
bókarinnar (Barry 1808, bls. 14—15): „About
forty years ago, the north wind wafted over
the ocean, what is still recollected by old
people, by the name of the black snow,
which at the time struck the inhabitants with
terror and astonishment. ... their fears were
happily dispelled by an account of an erup-
tion in Mount Hecla, from which, in all prob-
ability, the black snow proceeded.“
Náttúrufræðingurinn T.S. Traill (1844-50)
segir einnig frá Orkneyja-gjóskufallinu í
september 1845 á fundi í vísindafélaginu í
Edinborg hinn 15. desember það ár. Hann
hefur fregnir af því frá eyjunni Rousay,
norðan við Mainland, morguninn 2. septem-
ber (sem er þó ólíkleg tímasetning), en
daginn eftir í Kirkwall og víðar á eyjunum
sem og á norðurströnd Kataness. Það hafi
náð 2-4 mm þykkt. Vindur hafi þá verið á
norðvestan í nokkra daga. Traill rifjar upp
fyrrnefndan „svartan snjó“ og kennir
Heklugosi 1766 um hann, en einnig hafi
falliðgjóskaáHjaltlandi 1755 (sbr. samtíma-
heimild sem Sigurður Þórarinsson vitnar til)
ogígosi Skaptár Jökuls 1783.
Ekki var látið þar við sitja; sýni af gjósk-
unni voru send til R. Jameson prófessors í
Edinborg, sem fékk gerða á henni efna-
greiningu. Niðurstöður birtust um vorið
(Connell 1846) og gáfu eftirfarandi sam-
setningu oxíða: kísill væri 59,2%, ál 15,2%,
járn 9,6%, kalsíum 4,82%, alkalímálmar
92