Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 15
2. mynd. Lauslegt kort af Orkneyjum og Hjaltlandi. - Map of the Orkney and Shetland islands. 6,74%, magnesíum 0,6% og rokgjörn efni 3,03%. Þessa samsetningu má bera saman við þá sem Genth (1848) birti á grófari gjósku úr sama Heklugosi, sem safnað var af R. Bunsen í skafli nálægt gígnum 1846. Þar er kísill 56,89%, ál (Thonerde) 14,18%, járn 13,35%, mangan 0,54%, kalsíum 6,23%, magnesíum 4,05% og alkalímálmar saman- lagt 4,99%. Jameson hafði umsjón með miklu náttúrugripasafni (nú Royal Scottish Mu- seum) og er ekki útilokað að öskusýni frá Orkneyjum fyrirfinnist þar ennþá. Connell (1846) vitnar neðanmáls í ótilteknar heimildir um að öskufall það, sem Barry (1808) lýsir, hafi stafað frá Heklugosi (svo!) 1783. Fréttirnar um þetta Heklugos tóku raunar nokkurn tíma að berast til Kaupmannahafn- ar; í Berlingske Tidende (1845) hinn 2. októ- ber er sagt frá öskufallinu í Orkneyjum og daginn eftir er m.a. nefnt að hvítt sauðfé á Sandey og Suðurey í Færeyjum hafi orðið dökkgrátt. Franski jarðfræðingurinn A. Descloizeaux (1846) segir í bréfi, sem hann ritar m.a. um mælingar sínar og Bunsens á hæð Heklu, að frá henni hafi í september 1845 borist mikið magn ösku (cendre) til Orkneyja og að öll skip þar í grennd hafi verið þakin nokkurra 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.