Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 30
SKYRINGAR : (Legend:) POM : Komaö lífrænt efni Húsönd 'iw Straumönd r&SU Bleikja *c£íS> Urriöi Lax /**»"> Rykmýslirfur Bitmýslirfur Bitmýspúpur Vorflugulirfur Vatnamaurar 11. mynd. Skýringarmynd afhelstu lífríkiseinkennum lindármeö upptök í stöðuvatni, Laxá í S-Þingeyjarsýslu. Rennsli er jafnt og mikið og árvatnið auðugt af lífrœnum ögnum allt frá upptökum. -A schematic representation of ecosystem characteristics in the lake-fed ríver Laxá in S-Thingeyjarsýsla (N-Iceland) (Group-A ríver). laxfiskar skipta milli sín íslenskum ám. Sjóbleikjan einkennir fremur snauðar og kaldar ár, laxinn fæðuríkar og heitar ár og sjóbirtingur er í ám sem liggja þar á milli (Sigurður Guðjónsson 1990). Þegar meðal- laxveiði í á er borin saman við eitthvert stærðareinkenni viðkomandi ár koma fram mjög skýr mörk milli áa eftir uppruna þeirra (Hákon Aðalsteinsson 1982). Ár sem eiga upptök í stöðuvötnum og grónum heiða- löndum skila margfalt fleiri löxum miðað við stærð vatnasviða en dragár og lindár af gróðursnauðum eða gróðurlausum vatna- sviðum (10. mynd). Ár sem koma úr stöðuvötnum og af grónu landi hefja vegferð sína með lífrænu reki úr stöðuvatninu og mótar það samfélög hrygg- leysingja sem nærast á því. Dýralíf í straumvötnum með upptök í stöðuvötnum einkennist af bitmýi sem síar agnir úr vatninu. Ganga fer á agnirnar þegar neðar dregur og eykst þá hlutur rykmýslirfa sem éta áfasta þörunga af botninum (11. mynd), en rykmýslirfur eru algengustu þörunga- ætur í íslenskum ám. I dragám án verulegra stöðuvatnsáhrifa eru þörungaætur ríkjandi og halda sinni hlutdeild niður ána (12. mynd). í samanburði á Laxá í S-Þingeyjar- sýslu og Svartá í Húnavatnssýslu er þessi munur mjög áberandi. Einnig er þéttleiki dýra í Laxá 10-50 sinnum meiri en í dragám á vatnasviði Blöndu (Árni J. Oðinsson 1988, Gísli MárGíslason 1991), en það márekja til mikillar lífrænnar framleiðslu í Mývatni. í jökulám er þéttleiki og fjölbreytni botndýra enn minni en í dragám (13. mynd). Annað einkenni á ám á íslandi og hánorrænum svæðum er að lítið berst í þær af grófgerðum lífrænum leifum, eins og sinu og trjálaufi, sem leiðir til þess að lítið er af botndýrum (t.d. vorflugum), sem brjóta niður stórar lífrænar agnir, en meira af þör- ungaætum, en þörungar vaxa vel á grýttum botni í ám þar sem laufþekja trjáa skyggir ekki á botninn (Petersen o.fl. 1995). 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.