Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 41
Hiti °C Hiti °C Hiti °C
0 50 100 150 200 o 20 40 60 80 100 120 140 0 20 40 60 80 100 120
5. mynd. Hitaferlar mældir í borholum á jarðhitasvœðunum á Laugamesi í Reykjavík (A),
Laugalandi í Eyjafirði (B) og í Mosfellssveit (C). Beinu línurnar sýna ótruflaðan
jarðhitastigul, eins og hann er mœldur í grunnum holum rétt utan jarðhitasvœðanna. I
öllum tilvikum er hitastig jarðhitakerfanna hœrra en ótruflaður jarðhitastigull segir til um
ofan ákveðins dýpis, en lœgra þar fyrir neðan. Hitadreifing sem þessi er talin stafa af
svokallaðri hræringu grunnvatns.
nágrenni Laugarnessvæðisins, eins og sýnt
er á 5. mynd. Þetta bendir til þess að grunn-
vatnsstreymi hafi ekki raskað berghitanum.
Með því að framlengja hitastigulinn má
áætla hver hiti sé á meira dýpi, þar sem berg
er þétt. Af 5. mynd má lesa að í efri hluta
Laugarnessvæðisins er hitastig hærra en
ótruflaður jarðhitastigull segir til um. Neðan
850 m dýpis er það hins vegar lægra. Svona
hitadreifing er talin stafa af svokallaðri hrær-
ingu grunnvatns (Sveinbjörn Björnsson
1980, Gunnar Böðvarsson 1982). Kalt grunn-
vatn berst djúpt niður í berggrunninn, kælir
hann en hitnar jafnframt sjálft. Þar sem heitt
vatn er eðlisléttara en kalt rís það upp í efri
og kaldari jarðlög og hitar þau upp. Þannig
flytur hræring varma úr dýpri jarðlögum í
grynnri jarðlög. Varmi jarðhitakerfanna er
því fenginn úr heitu bergi á nokkru dýpi í
rótum jarðhitakerfisins sjálfs. Þess vegna
verður að líta á jarðhitakerfin sem varma-
námur en ekki sem endurnýjanlega auðlind.
Þar sem hitastig í dýpri jarðlögum utan
jarðhitasvæðanna er iðulega hærra en innan
þeirra hlýtur niðurstreymi kalds grunnvatns
að vera mjög nálægt eða jafnvel innan
svæðanna.
Sú hitadreifing sem djúpar borholur sýna
og hér hefur verið lýst er ekki í samræmi við
líkan Trausta af lághitanum eða túlkun
Braga á tvívetnisinnihaldi lághitavatnsins.
Hvernig má skýra það að á miklu dýpi sé
jarðhitasvæðið nokkurs konar kuldapollur,
ef írennsli í það er ofan af hálendi á miklu
dýpi? Hvernig átti vatnið að kólna djúpt í
jarðhitasvæðunum? Og hvernig má túlka
tvívetnisinnihald jarðhitavatnsins? Gunnar
Böðvarsson (1982) benti á þann möguleika
að vatnið geti vissulega verið ættað innan
úr landi, en þá þurfi það að renna grunnt í
berggrunni að jarðhitasvæðinu þar sem það
steypist niður og hitnar.
Hitadreifing sambærileg við Laugarnes-
svæðið er á fleiri lághitasvæðum þar sem
djúpar holur hafa verið boraðar, meðal
annars í Mosfellssveit og að Laugalandi í
Eyjafirði (5. mynd).
SAMTÚLKUN GAGNA
AF NOKKRUM
JARÐHITASVÆÐUM
Síðustu tvo áratugina hefur vitneskja um
grunnvatnsrennsli og jarðefnafræði ýmissa
jarðhitasvæða landsins stóraukist. Þessi
þekking hefur fyrst og fremst fengist með
borunum á jarðhitasvæðum. Hér á eftir
tökum við dæmi um þrjú jarðhitasvæði sem
sýna gildi þess að túlkun gagna á samsætum
og öðrum kenniefnum, ásamt fleiri jarðfræði-
legum atriðum, sé felld saman í eitt Ifkan.
119