Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 42
6. mynd. Tengsl 5,K0 og SD í jarðhitavatni úr
Mosfellssveit (punktar) og Laugarnesi (hringir). Hin
nýskilgreinda úrkomulína fyrir Island er sýnd til
samanburðar. Öll gildin liggja ofan hennar og bendir
það til þess að jarðhitavatnið sé að uppruna úrkoma
sem fallið hefur við önnur veðurfarsskilyrði en ríkja í
dag. Ef sú tilgáta er rétt má ekki nota úrkomukort
Braga Arnasonar til að rekja uppruna jarðhitavatns
þessara svœða (Arný E. Sveinbjörnsdóttir 1988.)
Mosfellssveit
Lághitasvæðið í Mosfellssveit er við jaðar
gosbeltisins skammt frá Reykjavík. Fjöldi
borhola er á svæðinu og hæsti hiti sem þar
hefur mælst er 120°C. Fyrir nýtingu jarð-
hitans í Mosfellssveit (um 1940) voru um-
merki hans mikil á yfirborði, en nú eru allir
hverir horfnir. Hitastigsmælingar í borholum
benda til þess að neðan 200 m dýpis sé
hitastig stöðugt vegna hræringar í kerfinu
(5. mynd C). Hitastig neðan 1000 m dýpis er
lægra en búast mætti við út frá hitastigli
vegna grunnvatnsstreymis í ungum sprung-
um. Styrkur stöðugra samsætna í jarðhita-
vatninu er lægri (hærri mínustölur) en í
úrkomu á svæðinu í dag. Það hefur
verið túlkað á þann veg að jarð-
hitavatnið sé að uppruna úrkoma
sem fallið hafi í fjöllum norðaustur
af jarðhitasvæðinu, allt norður í
Langjökul. í úrkomu þar finnast
svipuð tvívetnisgildi og í jarð-
hitavatninu í Mosfellssveit (Bragi
Árnason 1976).
Vensl 8I80 og 8D í jarðhitavatn-
inu í Mosfellssveit eru sýnd á 6.
mynd. Til samanburðar er einnig
sýnd nýja úrkomulínan fyrir ísland
(Stefán Arnórsson og Árný E.
Sveinbjörnsdóttir 1998; sjá 3.
mynd). Af 6. mynd má sjá að jarð-
hitavatnið fellur allt ofan línunnar,
og því er tvívetnisauki (d) (d=8D-
88l80) þess hærri en í úrkomu í
dag. Það bendir til þess að jarð-
hitavatnið sé að uppruna úrkoma
frá tímum þegar veðurfar var annað
en það er nú eða að það sé
blandað slíkri úrkomu.
Hægt er að nota tvívetnis-
aukann (d) í jarðhitavatni í Mos-
fellssveit til að skipta svæðinu
niðuríþrjú mismunandi vatnskerfi.
Tvívetnisauki jarðhitavatnsins
liggur á bilinu 10-14%o en í köldu
grunnvatni á svæðinu er hann 10-
11 %o. Vegna þess hve hitastig
vatnsins er lágt (120°C) hafa sam-
sætuhvörf rnilli bergs og vatns
ekki átt sér stað, þannig að hið
upprunalega d-gildi úrkomunnar endur-
speglast enn í jarðhitavatninu. 7. mynd
sýnir að lægstu d-gildin (d <1 l%c) mælast í
vatni af syðsta hluta svæðisins, en þar hefur
kalt staðbundið grunnvatn náð að flæða inn
í jarðhitageyminn. d-gildin hækka síðan til
norðurs. Nyrst á svæðinu eru þau öll >11%0
og í norðausturhlutanum (Helgadalur) eru
þau enn hærri, eða >13%o. Gildin á 8180 og
8D eru mjög breytileg á milli svæðishluta og
er alls ekki hægt að nota þau til að skilgreina
fyrmefnd vatnskerfi.
Hár tvívetnisauki jarðhitavatnsins bendir
til að það hafi fallið sem úrkonta við önnur
veðurfarsskilyrði en ríkja í dag.
120