Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 53
fyrst yfirlitsgrein í Náttúrufrœðingnum
1936 og önnur í riti Landverndar um
votlendi 1975, en meginritgerðin birtist á
ensku í ritum Vísindafélags lslendinga
1975.
Rannsóknir Steindórs á íslenskum
gróðursamfélögum mynduðu grunninn að
þeirri flokkun gróðurs sem notuð var við
gróðurkortagerð af hálendinu sem hafin
var árið 1955. Björn Jóhannesson kom
þessari kortagerð af stað en síðan var hún
lengst af undir stjórn Ingva Þorsteins-
sonar. Steindór ferðaðist frá 1955 til 1966
á hverju sumri með þeim kortagerðar-
mönnum sem gróðurfarslegur ráðunautur.
Að lokum tók hann þátt í gróðurkorta-
leiðöngrum til Grœnlands árin 1977-
1980.
ISLENSKA FLÓRAN
Þótt flestar af rannsóknaferðum Steindórs
vœrufyrst og fremst farnar til rannsókna á
gróðursamfélögum, þá nýtti hann þœr œtíð
einnig til að kanna útbreiðslu tegundanna
í landinu. Því má með nokkrum rétti segja
að hann hafi verið tvíefldur í rannsókn-
unum. Um niðurstöðurnar afmörgumfyrstu
svœðunum sem hann rannsakaði birtust
tvœr ritgerðir; annars vegar um gróður-
félögin en hins vegar um flóruna. Þannig
birti hann gögn um Landmannaafrétt á
Fjallabaksleið sín í hvoru heftinu af
Greinum Vísindafélags íslendinga 1935 og
1937; um gróður á Melrakkasléttu birti
hann grein í Botanisk Tidsskrift 1936 en
um flóru Melrakkasléttu í Náttúrufrœð-
ingnum 1941; um flóruna við norðanvert
ísafjarðardjúp birti liann grein í Botanisk
Tidsskrift 1940 en um gróðursamfélög
sama svœðis í Acta Naturalia Islandica
1946. Sumar þessar svæðaflórur, þar á
meðal flóra Flóans í Árnessýslu og flóra
Rangárvallasýslu, voru aldrei birtar en
eru til í handriti.
Þá virðist Steindór snemma hafa komið
sér upp lausblaðakerfi í möppum fyrir allar
tegundir íslenskra plantna, þar sem hann
fœrði inn alla fundarstaði fyrir liverja
tegund eftir að heim var komið úr hverri
ferð. Gilti þá einu hvort tegundirnar voru
algengar eða fágœtar, allt var skráð.
Samkvœmt rithönd þessara skráa virðist
kona Steindórs, Kristbjörg Dúadóttir, oft
hafa verið honum hjálpleg við aðfœra inn í
þessar möppur.
Auk þessa birtust nœr árlega allar
merkari nýjungar um nýjar eða fágœtar
tegundir og útbreiðslu þeirra. I fyrstu voru
slíkar upplýsingar birtar í Skýrslum hins
íslenska Náttúrufrœðifélags, en síðar í
Náttúrufræðingnum og í 3. útgáfu Flóru
Islands. Síðast birti hann slík gögn í
tímaritinu Flóru 1964-1968, enda voru
flórugreinar og plöntulistar ekki vinsælt
efni í Náttúrufrœðingnum um þœr mundir;
fyrir kom að listarnir voru klipptir af
greinunum í ritstjórn og ekki birtir og
misstu þœr þannig gildi sitt. Sumt af þessu
efni hefur aldrei birst og eru þau gögn
aðgengileg í áðurnefndum möppum, sem
Steindór afhenti Þjóðskjalasafni til
varðveislu ásamt afriti til Náttúrufrœði-
stofnunar.
Þessi gögn um útbreiðslu plantna á
Islandi voru Steindóri nauðsynleg, ásamt
öðrum prentuðum heimildum, sem grunnur
fyrir útbreiðslukort sem mörg hver urðu
undirstaða kenninga lians um gróðursögu
landsins, sem fjallað er um hér nœst á eftir.
Groðursaga
Steindór Steindórsson var mjög vel að sér
um sögu lands og þjóðar, eins og oft kom
fram hjá honum bæði í rœðu og riti. Því er
ekki að undra þótt gróðursagan hafi
einnig verið honum hugleikin. Liggja eftir
hann margar ritgerðir um það efni og má
t.d. nefna sögu skóganna, sem hann hefur
rakið í mörgum greinum, og sögu akur-
yrkjunnar í landinu. En það sem hæst berá
þessu sviði og mun væntanlega lengst
halda nafiú hans á lofti, eru rit hans um
aldur og innflutning íslensku flórunnar og
einkum þá með tilliti til þess livort og
livaða plöntur hafa lifað af ísöldina hér á
landi. Ekki erþað þó vegna þess að þetta sé
beinlínis merkilegra en margt annað sem
luinn gerði heldur af því hversu umdeildar
þessar kenningar hans voru og vöktu því
athygli.
131