Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 64
Snæfellsblað Glettings Komið er út veglegt sérblað af tímaritinu Glettingi og er það tileinkað fyrirhuguðum virkjunarsvæðum norðaustan Vatnajökuls. Fjallað er um náttúru svæðanna í máli og myndum, einkum um fjalladrottninguna Snæfell og öræfin umhverfis hana, Eyja- bakka og Vesturöræfi, um landslag, jarð- sögu, gróður og dýralíf. Einnig er fjallað um áætlaðar virkjanir og áhrif þeirra á náttúrufar og landnýtingu, um skipulag á hálendinu og aðgerðir til verndunar. Nokkur félög og stofnanir kynna sjónarmið sín, þeirra á meðal Landsvirkjun og talsmenn álvers við Reyðarfjörð. Ritfregn Markmið blaðsins er að upplýsa lesendur um þau náttúruverðmæti sem þarna eru í húfi og fyrirhugaðar framkvæmdir svo hver og einn geti gert upp hug sinn og tekið afstöðu á eigin spýtur. Meðal höfunda efnis í Glettingi eru Hjör- leifur Guttormsson, Armann Höskuldsson, Páll Imsland, Kristinn Haukur Skarphéðins- son, Oddur Sigurðsson, Skarphéðinn G. Þórisson og Helgi Hallgrímsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ragnheiður Olafsdóttir, Helgi Bjamason, Magnús Asgeirsson, Rannveig Árnadóttir og Pétur Gunnarsson. Er Snæfell virkt eldf/all? í grein Ármanns og Páls: „Snœfell - eldfjal! á gosbelti framtíðar" er yfirlit yfir bergfræði og myndunarsögu Snæfells sem lengi hefur verið talið útkulnað. Niðurstaða þeirra er sú að fjallið sé ennþá virkt og hafi síðast gosið fyrir um það bil 10 þúsund árum og jafnvel síðar. Gos í Snæfelli gæti orsakað jökul- og aurhlaup, auk hraunrennslis og gjósku. Merkileg er einnig sú tilgáta þeirra að Snæ- fell muni færast yfir möttulstrókinn og verða á landreks-gosbelti í framtíðinni. Ritstjóri Glettings er Steinunn Ásmunds- dóttir skáld. Blaðið er 92 bls. með 65 lit- rnyndum og um 20 litprentuðum kortum og skýringarmyndum. „ Glettingur- tímarit um austfirsk mál- efiti" hefur verið gefið út á Egilsstöðum síðan 1991. Útgelandi er Útgáfufélag Glettings. Áskriftarverð er 1.950 krónur. Öll ritstjórnar- vinna er lögð fram án endurgjalds og ritlaun eru ekki greidd. Nýir áskrifendur geta snúið sér til Sigurjóns Bjarnasonar, Selási 9, Egils- stöðum. Snæfellsblaðið er til sölu í helstu bókabúðum landsins og kostar kr. 1.000. Snœfell úr suðvestri. Ljósm. Oddur Sigurðsson. 142

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.