Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 65
Þórsmörk Þórður Tomasson: Þórsmörk Land OG SAGA Ritstjóri: Hálfdan Ómar Hálfdanarson Mál og mynd, Reykjavík 1996. Þetta er falleg bók, 304 blaðsíður og ríkulega skreytt vönduðum ljósmyndum og korta- teikningum. Bókin er gefin út með styrk úr Menningarsjóði. Hún er höfundi og ritstjóra til sóma. Auk Þórðar, sem er aðalhöfundur bókarinnar, ritar Hálfdan Ómar Hálfdanar- son kaflann um jurtaríkið og dýraríkið og Haukur Jóhannesson ritar kaflann um steinaríkið. Ég hef eins og svo margir aðrir oft hrifist af byggðasafninu í Skógum, þeirri óþreytandi elju sem Þórður hefur sýnt við uppbygg- ingu safnsins og þeirri miklu skipulagsgáfu sem setur svip sinn á safnið. Hið sama má einnig segja um bókina um Þórsmörk, eins og hún birtist. Á inargan hátt ber hún það með sér að þar er safnamaður á ferðinni þar sem Þórður er. Hann byrjar á að reisa safni sínu stórt hús með landslagslýsingunni í inngangi bókarinnar. Síðan tekur hann fyrir og flokkar niður sögu búsetu, landnýtingar og náttúrufars og raðar þar atburðum og sögnum í sérstaka sýningarskápa eða her- bergi, þar sem hverjum hlut er ætlaður sinn staður. Á þann hátt myndar hver gerð fyrir- bæra sérstaka heild fyrir allt svæðið og er sett í sérstakan sýningarbás, án tengsla við landslagið á hverjum stað, sem er þó þess náttúrulega uingerð. Þetta á sérlega við um kaflana „Ríki náttúrunnar“ eftir aðra höf- unda, þá Hálfdan Óinar og Hauk, en einnig um aðra kafla. Þeir eru vissulega ágætir út af fyrir sig, en eru í ósamhljóm við safnmynd Þórðar. Vandkvæðin við þá aðferð sem Þórður beitir eru að sögur, sagnir og einstök náttúrufyrirbæri slitna nokkuð úr tengslum við landið, landslagið og náttúrufarið á hverjum stað. Vel má hugsa sér tvær ólíkar aðferðir við uppbyggingu slíkrar bókar sem Þórsmörk er. Annars vegar er að byggja hana upp á safnafræðilegum grundveili eins og Þórður gerir, þar sem áherslan er lögð á flokkun safngripanna eftir eðli þeirra og sögu. Hins vegar er það með uppbyggingu á færan- legum sérsöfnum, þar sem hver landfræðiieg eining, hvert sjónarsvið er lagt til grund- vallar og það síðan fyllt upp með viðeigandi sögum, sögnum og náttúrufyrirbærum, fléttuðum saman í eina heild. Það fer alveg eftir tilgangi bókarinnar hvor leiðin er valin við gerð hennar og útfærslu, þó að þessar tvær leiðir verða aldrei að fullu aðskildar. Safnaleiðin, eins og Þórður valdi, er mjög góð fyrir þá sem eru vel kunnugir öllu landinu og sögu þess, og einnig fyrir þá sem lítið þekkja þar til en óska þess að öðlast glögga yfirsýn í fljótu bragði án þess að skoða landið sérstaklega. Hins vegar er sér- safnaleiðin sem ég nefni svo, en hún er eftirlíking af náttúrunni sjálfri á hverjum stað. Hún er mjög æskileg fyrir þá sem ferðast um landið af einum sjónarhólnum á annan og vilja á hverjum stað komast í beina snertingu við landið, náttúru þess, sagnir og sögu. Þetta er sú aðferð sem hentar vel Af nýjum bókum hinum almenna ferðamanni og náttúru- skoðara. Slík bók er að vísu hvorki jafn vel skipulögð né heildræn en hún er meira í takt við þarfir nútfmamannsins, og hin nýja útgáfu- og prenttækni gefur þar marga möguleika. Vissulega hefur þessi nýja tækni, gluggar, myndir og kort, verið veru- lega mikið notuð við uppsetningu bókar- innar með mjög góðum árangri og gefur henni aukið gildi. Þörfin fyrir slíkar lands- lags-, sögu- og náttúrufarslýsingar er mjög mikil í dag með stóraukinni ferðamennsku og fararstjórn. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með hina ítarlegu landslagslýsingu í inngangi bókarinnar og fannst mér þar vanta kjötið á beinin, náttúruna og söguna. Þeim þáttum eru hins vegar gerð ítarleg skil síðar í bókinni, en þeir losna við það verulega úr tengslum við landið. Nú á dögum útivistar Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 143-144, 1998. 143

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.