Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 15
3. mynd. Agathis robusta, einn afnúlifandi œttingj-
um hinnar nýfundnu tegundar, í Grasagarðinum í
Melbourne. Ljósm. 6. sept. 1990 Eyþór Einarsson.
svæði Sydneybúa og talið að
þangað komi um tvær milljónir
manna árlega (1. mynd). Það var í
einu gljúfranna, en afkimar þeirra
eru margir, sem trén af þessari
nýju ættkvísl fundust, alls 49 tré á
svæði sem er samanlagt um 5 ha
að stærð. Trén eru á ýmsum aldri,
allt frá fræplöntum upp í 400 ára
gömul tré, og þau hæstu eru engin
smásmíði, stofninn rúmlega 40 m
hár og yfir 3 m að ummáli (sam-
svarar um 1 m í þvermál). Greinar
þeirra líkjast nokkuð burknablöð-
um við fyrstu sýn (2. mynd), en
eru þó ólfkar þeim þegar betur er
athugað því blöðin sitja í fjórum
röðum á greinunum. Blaðlögun og
blaðstærð ungra plantna er nokkuð
önnur en á þeim eldri, og liturinn
einnig því ungu trén hafa sterk-
gulgræn blöð en þau eldri ólífu-
græn. Til samanburðar iná benda á
að meirihluti barrtrjáa hefur mjög
dökkgræn blöð, en langflestir ber-
frævingar eru barrtré. Börkurinn
erlíkabýsna sérkennilegur, svamp-
kenndur og alsettur smáhnúðum.
Könglarnir eru nærri hnöttóttir,
líkt og hjá ættkvíslinni Agathis.
Rannsóknir á kjarnsýrum og
harpeis nýju trjánna hafa einnig
leitt í ljós skyldleika við Agathis
(3. mynd). Aftur á móti svipar yfirhúð
þeirra til yfirhúðar útdauðu ættkvíslarinnar
Araucarioides, en steingervingar af henni
hafa fundist í jarðlögum frá síðari hluta
krítartímabilsins og fyrri hluta tertíer-
tímabilsins' í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Frjókorn nýju ættkvíslarinnar eru einnig
sérstæð en mjög lík steingerðum frjókorn-
Krftartfmabil jarðsögunnar hófst fyrir 213
milljón árum og því lauk fyrir 65 milljón
árum. Þá tók við tertíertímabilið en því lauk
fyrir um tveimur milljónum ára.
“Tertíertímabilið skiptist í sex skemmri tíma,
daníen, paleósen, eósen, ólígósen, míósen og
plíósen. Míósen hófst fyrir um 25 milljón ár-
um og lauk fyrir um 5 milljón árum.
um sem hafa fundist í jarðlögum á þessum
slóðum, þau koma fram um mitt
krítartímabilið og eru algeng fram í byrjun
míósentímans2.
■ EINS OG RISAEÐLA
BAK VIÐ HÚS
Grasafræðingar urðu mjög hissa þegar
þessi nýju og sérkennilegu tré fundust og
þá ekki síst á því að menn skyldu ekki hafa
rekist á þau löngu fyrr, þar sem þau vaxa á
jafn fjölförnum slóðum og svona nálægt
stórborg. Einhver lét þau orð falla að þetta
væri rétt eins og að rekast á lifandi risa-
eðlu bak við húsið hjá sér, en þær dóu út á
13