Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 19
1995). Þegar flatormurinn hefur fundið ánamaðk vefur hann sig utan um maðkinn líkt og kyrkislanga. Um leið gefur hann frá sér meltingarensím er leysa ánamaðkinn upp í nokkurs konar velling sem hann sogar að lokum upp í sig. Getur þetta tekið nokkrar klukkustundir. Rannsóknir hafa sýnt að fullvaxinn flatormur getur torgað allt að tveimur ánamöðkum á viku við 10°C í rannsóknastofu (Blackshaw 1991). Þau meltingarensím sem flatormurinn gefur frá sér eru ertandi og fúlsa fuglar því við honum. Ánamöðkum útrýmt í RÆKTUÐU LANDI? Margar frásagnir frá Norður-írlandi geta þess að ánamaðkar hafi skýndilega horfið úr görðum um svipað leyti og fyrst hefur orðið vart við nýsjálenska flatorminn. Athuganir í túnum í nágrenni Belfast sýndu að ánamöðkum fækkaði um 75%, einungis þremur árum eftir að flatormur- inn gerði fyrst vart við sig (Blackshaw 1989). Svipaða sögu er að segja um kartöflugarða víðs vegar í Færeyjum; þar hafa ánamaðkar nær horfið þar sem mikið er um flatorma (Mather og Christensen 1992). Tilraunir í rannsóknastofum hafa sýnt að sjö flatormar geta innan árs útrýmt ána- maðkastofni þar sem fjöldi ánamaðka er um 500 á fermetra (Blackshaw 1991). í rannsóknum Christensens og Mathers (1992, 1995) í Færeyjum var fjöldi ána- maðka 100-200 á fermetra í jarðvegi sem var laus við flatorma. En á svæðum þar sem töluvert var af flatormum var lítið af ánamöðkum og þar fundust 60-80 egg- hylki flatorma á fermetra. Ef átta flat- ormar klekjast úr hverju egghylki getur fjöldinn á þessum svæðum orðið 480-640 flatormar. Sé gert ráð fyrir að einungis 1% þeirra nái fullum þroska, þ.e. 5-6 flatorm- ar, ætti sá fjöldi að nægja til að útrýma ánamöðkum á svæðunum á skömmum tíma. Seigla flatormsins er með ólíkindum. Hann getur lifað í rúmt áf við 5°C án nokkurs ætis og allt að 15 mánuði við 12°C. Við þessar aðstæður skreppur lík- aminn saman og mjög dregur úr æxlunar- hæfni. Flatormurinn nær sér fljótt aftur um leið og hann kemst yfir fæðu. 1 gömlum kartöflugörðum í Færeyjum hafa t.d. ekki fundist ánamaðkar og egghylki þeirra þremur árum eftir að þeir hurfu þaðan. Má ætla að þeir flatormar sem enn lifa í görð- unum geti komið í veg fyrir að ánamaðkar geti numið land á nýjan leik (Christensen 1995, munnleg heimild). Enn er of snemmt að meta hversu víðtæk áhrif flatormurinn hefur á ánamaðka á hcilum landsvæðum, en ljóst er að hann er afkastamikill afræningi á staðbundnum svæðum. ÁHRIF Á FRJÓSEMI JARÐVEGS Astæða er til að hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar flatormurinn getur haft á frjó- semi jarðvegs. Það er vel þekkt að í rækt- uðu landi, þar sem ánamaðkar þrífast vel, geta þeir gegnt lykilhlutverki í hringrás næringarefna og jarðvegsbótum. Flestar tegundir ánamaðka grafa göng í jarð- veginn. Þetta veldur því að loftrými hans eykst, vatn á auðveldara með að síga niður í hann og rætur plantna fylgja oft ána- maðkagöngum. Ánamaðkar fóðra göng sín með næringarríkum úrgangsefnum og sumar tegundir skila hluta af saurnum á yfirborðið. Þar eru aðstæður til fræspírun- ar oft ákjósanlegar. Flatormurinn grefur ekki göng í jarð- veginn. Verði fækkun og nánast útrýming á ánamöðkum í jarðveginum má búast við því að smám saman dragi úr frjósemi hans. Áhrifa þessa mun gæta í allri jarðrækt, einkum þar sem lögð er áhersla á vist- vænar ræktunaraðferðir. Lokaorð Vegna hins mikla útbreiðsluhraða flat- ormsins við Norður-Atlantshafið er fylgst grannt með ástandinu og reynt að þróa aðferðir til að hefta útbreiðslu hans. Ekki er talið öruggt að eitra fyrir flatorminum vegna hættu á að það hafi einnig skaðleg áhrif á ánamaðka og önnur nytsöm jarð- vegsdýr. 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.