Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 26
5. mynd. Líkan af ungri piltdoxvnkonu, til sýnis á Bretlandshátíðinni (The Festival of Britainj 1951. Þá var kominn fram rök- studdur grunur um það að maðkar væru i mysunni, grunur sem fékkst endanlega staðfestur tveimur árum síðar. (New Sci- entist.) forstöðumaður náttúrufræðideildar Breska safnsins í Lundúnum, dr. Arthur Smith Woodward, frá því að Dawson hefði fund- ið leifar annars piltdownmanns snemma árs 1915, jaxl og brot úr hauskúpu. Þegar piltdownmaðurinn var grafinn úr jörðu stóð hann í flestu undir þeim vænt- ingum sem menn höfðu um hlekkinn á milli manns og dýrs, jafnvel betur en apa- maður Dubois. Að auki höfðaði fundurinn til þjóðerniskenndar Englendinga. Þá hafði nýlega, eða 1907, fundist í Mauer, skammt suður af Heidelberg í Þýskalandi, kjálki úr frummanni sem hlaut fræðiheitið Homo heidelbergensis, heidelbergmaður- inn. Hann er nú talinn af tegund hins upprétta apamanns eða reismanns, Homo erectus. Fögnuðu Englendingar því að vonum að hafa fundið merki þess að mannkynið hefði snemma valið land þeirra til búsetu, eins og ráða má af titlin- um á fræðiriti uin piltdownmanninn, The Earliest Englishman4. Á ölstofu nærri fundarstaðnum voru seld póstkort með myndum af uppgreftinum (6. mynd). Nafni krárinnar var síðan breytt úr The Lamb Inn í The Piltdown Man. Þar sem beinin fundust var settur upp minnisvarði um fyrsta Englendinginn árið 1938 (7: inynd). Urr KOMAST SVIK UM SÍÐIR En frummaðurinn var ekki öllu lengur á Englandi en Adam í Paradís. Eftir því sem menn fundu fleiri leifar frumstæðra manna og áa þeirra og ættingja fjarlægðist pilt- downmaðurinn ættmeiðinn. Þýskur mann- fræðingur, Franz Weidenreich (1873- 1947), gekk svo langt að staðhæfa að höfuðskelin væri úr manni en kjálkinn úr mannapa. Þegar hann var krafinn skýr- ingar á því hvernig þessir partar hefðu lent saman í jarðlagi sagði hann það ekki sitt mál, þetta væru bara mannshaus og apa- kjálki! Bandarískur mannfræðingur af bæ- heimskum ættum, Ale Hrdlióka (1869- 1943), viðraði raunar þegar árið 1913 efa- semdir um það að kjálkinn og höfuðskelin frá Piltdown gætu verið úr sama einstak- lingnum. Þar kom að lokum, árið 1953, að aldur beina piltdownmannsins, sem varðveitt voru í Breska safninu í Lundúnum, var greindur með nýrri tækni. Greiningin benti til þess að höfuðskelin væri allforn en kjálkinn ekki nema nokkurra áratuga gamall. Þetta var kjálki úr órangútani. Lið- fletir höfðu verið brotnir og tennur sorfnar þannig til að kjálkinn virtist falla að höf- uðkúpunni. Svo hafði hann verið litaður þar til hann varð jafndökkur og hún. Þegar kjálkinn var brotinn reyndist hann ljós hið innra. Þegar leifar piltdownmannsins fundust var hann talinn eldri en heidelbergmaðurinn og þar með ekki aðeins fyrsti Englendingurinn heldur fyrsti þekkti frumbyggi álfunnar. Núverandi handhafi þess mets er liklega sú manngerð sem kennd er við Vértesszöllös í Ungverjalandi, um 50 km vestan við Búdapest. Þar fundust árið 1965 í ísaldarlögum leifar fullorðins manns og barns sem flestir fræðimenn telja af tegund reismanns, Homo erectus. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.