Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 28
8. mynd. „Piltdownmennirnir." Fremri röð frá vinstri: W.P. Pycraft, deildarstjóri mann-
fræðideildar Breska safnsins í Lundúnum; Arthur Keith, líffœrafrœðingur og mann-
frœðingur; A.S. Underwood, lœknir; Ray Lankester, dýrafræðingur, forstöðumaður
Breska safnsins. Aftari röð: F.O. Barlow, sérfræðingur safnsins í gifsafsteypum af
steingerðum beinum; Grafton Eliot Smith, líjfærafrœðingur og mannfrœðingur; Charles
Dawson, lögfrœðingur, áhugamaður um fornleifar og steingervinga; og Art 'hur Smith
Woodward, steingervingafræðingur, forstöðumaður náttúrufrœðideildar Breska safnsins.
Keith er á málverkinu, sem er eftir John Cooke, að mæla höfuðskel piltdownmannsins og
Smith leiðbeinir honum. A myndina vantar Teilhard de Chardin, sem gegndi herþjónustu
í Frakklandi þegar hún var gerð. (British Museum.)
tveggja binda verk eftir Charles Dawson
um sögu Hastingskastala. Að lestri lokn-
um rann það upp fyrir Millar að höfundur
ritsins var sá sami og almannarómur hafði
dæmt sekan um eina verstu vísindafölsun
sögunnar. Millar viðurkennir að vísu að
heiðarleiki og einlægni á einu sviði og
sviksemi á öðru geti farið saman. Hann átti
samt bágt með að sjá höfund Tlie History
of Hastings Castle fyrir sér sem misindis-
mann.
Auk Dawsons tilgreinir Millar átta menn
til þessa leiks, sem allir tengdust Breska
safninu í Lundúnum. Þetta eru Piltdown-
mennirnir, The Piltdown Men, sem bók
hans er kennd við (8 mynd)5.
Arthur Smith Woodward, forstöðu-
maður náttúrufræðideildar safnsins, var
sérfræðingur í steingerðum fiskum og
harla fákunnandi um líffæragerð manna.
Undirmaður hans og deildarstjóri mann-
fræðideildar safnsins, þar sem leifar for-
feðra manna voru geymdar, W.P. Pycraft,
var fuglafræðingur. Honum urðu síðar á
slæm mistök við túlkun á leifum annars
steingerðs frummanns og Millar telur að
5 Aðrir menn, ótengdir Breska safninu, hafa verið
bendlaðir við piltdownsvindlið, trúlega að ósekju.
Frægastur þeirra er sjálfsagt höfundur Sherlocks
Holmes, Sir Arthur Conan Doyle (1859-1930), en
hann var í Piltdown um það leyti sem beinin voru
grafin upp.
26