Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 31
9. mynd. Myndin sem
Grafton Eliot Smith lét
gera af meintum frum-
byggjum Ameríku og birtist
í The Illustrated London
News árið 1922. (Ameri-
can Museum of Natural
History.)
sem kvaðst hafa fundið í
Nebraska jaxl er virtist úr
manni. Þegar Osborn fékk
tönnina til athugunar taldi
hann augljóst að hún væri
úr prímata en treystist ekki
til að skera úr um hvort það
hefði verið api eða maður.
Hann uppgötvaði í náttúrugripasafni sínu
mjög líkan jaxl, sem fundist hafði á sömu
slóðum 1908, og gaf tegundinni fræði-
heitið Hesperopithecus haroldcooki, vest-
urapi eða vesturheimsapi Harolds Cooks.
Grafton Eliot Smith, sem fyrr er nefnd-
ur, var ekki í vafa um að Hesperopithecus
hefði verið frummaður. Hann réð lista-
mann til að draga mynd af karli og konu af
tegund þessara frumbyggja vesturheims í
eðlilegu umhverfi. Myndin var birt í The
Illustrated London News árið 1922 (9.
mynd).
Nú er ljóst að fyrstu menn sem til
Ameríku komu voru af tegund okkar,
Homo sapiens, og ólíklegt er að leifar
náinna frænda eða forfeðra manna eða
mannapa eigi eftir að finnast þar. A dögum
Osborns var talið að menn hefðu þróast af
dýrum í Asíu. Þess vegna var á engan hátt
hægt að útiloka það að frumstæðir menn
eða prímatar náskyldir mönnum hefðu
komist þaðan til Norður-Ameríku meðan
meginlöndin tengdust þar sem nú er
Beringssund.
Tennurnar tvær sem Osborn studdist við
voru mjög slitnar. Hann hóf því leit að
betri steingervingum, meðal annars til að
fá úr því skorið hvort um frummann eða
frumapa væri að ræða.
Þegar minna slitnar tennur fundust
reyndust þær hvorki úr manni né apa
heldur úr útdauðu naflasvíni, Pros-
thennops. Það var staðfest í grein í banda-
ríska vísindaritinu Science í desember
1926. (Raunar höfðu Harold Cook, sá sem
sendi fyrstu tönnina til Osborns, og starfs-
maður við Bandaríska náttúrugripasafnið
vakið athygli á því árið 1909 hversu
auðvelt væri að villast á jöxlum þessa
naflasvíns og manns. Báðir létu samt
blekkjast!)
Osborn átti löngum í útistöðum við
kristna bókstafstrúarmenn út af þróunar-
kenningunni. Þeim var að vonum skemmt
þegar upp komst að þróunarsinnar villtust
á manninum, sköpuðum í guðs mynd, og
svíni!
■ TÝNDUR EÐA ÓFUNDINN?
Svo aftur sé vikið að upphafi þessa pistils,
um týnda hlekkinn, hlýtur það að vera
rangnefni. Til þess að eitthvað sé týnt þarf
það að hafa verið víst áður. Því er hér lagt
til að hugtakið „the missing link“, að því
leyti sem ástæða er til að nota það, verði
þýtt ófundni hlekkurinn.
Hér má þó benda á eina undantekningu.
Bein pekingmannsins, sem áður eru nefnd,
voru talin í hættu í Kína í síðari heims-
styrjöld. Þau voru því sett í skip til
flutnings til Bandarfkjanna en því mun
hafa verið sökkt. Að minnsta kosti komu
beinin aldrei fram.
29