Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 33
Þankabrot
UM LANDBROT
JÓN JÓNSSON
Landslag í lágsveitum Vestur-Skafta-
fellssýslu einkennist af víðáttumiklum
hraunbreiðum og söndum með gróður-
vinjum í hraunum og undir hraun-
brúnum. Hvergi í byggðum landsins
eru náttúruöflin mikilvirkari en einmitt
hér. Eldstöðvar inni á hálendinu hafa
veitt hinum œgilegustu hraunflóðum
fram á láglendið og jökulvötnin flœm-
ast um aura og sanda sem þœr eru
stöðugt að hlaða undir sig.
arðsögulega séð einkennist hálendi
JVestur-Skaftafellssýslu af þeim
mörgu stóru eldgosum sem þar
_____ hafa orðið í aldanna rás. Vitað er
nú um 9 eldstöðvar sem þar hafa verið
virkar á nútíma, eða á síðastliðnum 10-12
þúsund árum. Ljóst er að mörg þeirra hafa
stórgos verið og nokkur með hrikalegu
hraunrennsli. Þau hraun hafa að verulegu
leyti skapað láglendi sýslunnar. Lágsveit-
irnar eru: Meðalland, Álftaver, Landbrot
Jón Jónsson (f. 1910) lauk fil.lic.-prófi f jarðfræði frá
Uppsalaháskóla árið 1958. Hann starfaði hjá Raf-
orkumálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun frá 1958
til 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þar
fékkst Jón einkum við leit að köldu og heitu vatni og
síðast við gerð jarðfræðikorts af Reykjanesskaga. A
árunum 1969-1974 starfaði Jón í Mið-Amerfku á
vegum Sameinuðu þjóðanna og fór síðar fjölda ferða
sem ráðgjafi á þeirra vegum, einkum til Afríkulanda.
Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram
rannsóknum, m.a. við Eyjafjallajökul og í nágrenni
við æskuslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón
Jónsson er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræði-
félagi.
og Brunasandur. Sameiginlegt með þeim
öllum er að þær standa á og/eða við hraun
sem á mismunandi tímum hafa runnið ofan
af hálendinu, sum allt í sjó fram, svo sem
sjá má á Alviðruhömrum í Álftaveri (1.
mynd) en þar hefur sjór brotið framan af
forsögulegu hrauni. Að hluta til á þetta
líka við um Fljótshverfi. Jarðsaga þessa
svæðis í heild er hin sama og á þessa leið:
Við lok síðasta jökulskeiðs náði sjór upp
að rótum fjallanna. Þá voru víkur og firðir
þar sem nú eru hvammar eða dalir.
■ LANDRIS OG ELDGOS
Þegar ísfarginu létti af landinu reis það,
líklega nokkuð hratt. Ár og lækir tóku þá
að hlaða upp undirlendi en við það voru
jökulárnar mikilvirkastar og byggðu upp
jökulsanda sem loks náðu frá Mýrdals-
fjöllum að Horni. Gróður hefur án efa
fljótlega náð fótfestu meðfram árkvíslum
og lónum, eins og nú má sjá á Breiða-
merkursandi og neðanverðum Skeiðarár-
sandi. Ætla má að svo hafi einnig verið þar
sem nú er Álftaver og Landbrot. Næsti
þáttur sögunnar er að inni á hálendinu urðu
mikil eldgos sem veitlu hraunstraumum
niður dali og árfarvegi. Hraun breiddust út
yfir sandana allt til sjávar sums staðar.
Næsti þáttur er svo sá að jökulár tóku að
bera leir og sand í hraunin sem við það
þéttust þannig að það vatn sem hvarf í
hraunið hraktist þar „fram um undirgöng“
og kom loks fram sem tærir lækir við
hraunrönd, tók að renna ofan á hrauninu
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 31-51, 1995.
31