Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 39
5. mynd. Sums staðar milli Botna og Undirhrauns (Melhóls) endar Kambagígahraun (Landbrotshraun) í hömrum, en undir er sandur rauðbrenndur af hita frá hrauninu. Ljósm. Jón Jónsson. sel í einu svona viki á bökkum Melkvíslar- Hólmarfljóts-Steinsmýrarfljóts en allt er það eitt og sama vatnsfallið. Melkvísl var kvísl úr Skaftá en hefur sameinast lindám undan hraununum neðar. Næsta líklegt þykir að síðastnefndir bæir hafi staðið á því elsta hrauni sem áður er fjallað um. Nú er allt þetta hulið hrauni frá Skaftáreldum. Þessar næsta sérkennilegu hraunkvíar má skoða vestur af Botnum og eftir rönd hraunsins milli Botna og Undirhraunsins (Melhóls). Elsta hraunið er þar undir og sandur á milli eins áður segir. Ekki er ljóst hvernig þessar hraunkvíar hafa orðið til. Að sumum þeirra liggja greinilegir fomir farvegir, að öðrum ekki. Þær virðast því ekki allar af sömu rótum runnar. Vera má að sumar hafi orðið á mótum mismunandi hraunstrauma. Eins og áður var drepið á er suður- og vesturhluti þessa hrauns stórmishæðalaus. Þegar norður fyrir Ytra-Hraun og Jónskvísl kemur taka Land- brotshólar við. Þeir ná svo yfir allt svæðið norður að Land- brotsvötnum og vestur með Skaftá, vestur fyrir Holt á Síðu, en þar standa nokkrir hólar upp úr Skaftáreldahrauni. Nokkrir eru norðan Skaftár niður af Heiði og svo er að sjá sem hraunið hafi runnið þar og vestar alveg upp að fjöllum, því bæimir stóðu þar á grónu hrauni meðfram Skaftá þar til þeir fóm undir hraun í Skaftár- eldum 1783. Þannig var um A, Skál og Holtsbæina tvo. Sú staðreynd að suðurhluti hrauns- ins er mishæðalítill en norður- hlutinn meira eða minna sam- felld hólaþyrping þarfnast skýringar. Áður er fjallað um eldra hraunið, sem Landbrots- hraunið sannanlega rann yfir að hluta til. Vitað er að það var sandorpið á þeim stöðum þar sem til sést, eins og þegar er sagt. Af þessu sýnist rýmilegt að draga þá ályktun að þar hafi þurrlendi verið og því ekki skilyrði til mikilla myndana gervigíga. Norðan þessa svæðis hefur aftur á móti verið votlendi, árkvíslar, tjarnir, lón og gróið mýrlendi þar á milli. Rök fyrir þessu felast í þeirri staðreynd að inni í gjalli hólanna hafa fundist hraunkúlur fylltar kísilgúr, skeljum kísilþörunga (diatomea) sem lifað hafa í fersku vatni. Fjöldi þeirra er vel varðveittur og auðvelt að ákvarða. Auk þess hafa fundist stykki af öðrum gróðurleifum, stráum og mosa ásamt kísil- gúr í hól suður af Nýjabæ, við Ármanns- kvísl og loks í gjallnámu í Söðulhól, en hann er aðeins vestan vegar skammt austan við Syðri-Vík (Jón Jónsson 1990b). 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.