Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 40
6. mynd. Landbrotshólar. Fremst Háihóll, fjœr t.v. Hliðskjálfr. Ljósm. Jón Jónsson. Augljóst er að gróðurleifar þessar geta ekki verið annars staðar frá komnar en úr undirlagi hraunsins. Út frá þessu virðist rökrétt að álykta að suðurmörk hólasvæðisins sýni hvar vot- lendi endaði en þurrlendi tók við, en það gæti rýmilega hafa verið einmitt þar sem elsta hraunið er undir og sýni því norður- mörk þess. Það var Frakkinn Eugéne Robert, sem var náttúrufræðingur í leiðangri Paul Gaimards (þess sem Jónas Hallgrímsson orti svo fagurlega um „Þú stóðst á Heklu tindi hám“) til Islands 1836, sem fyrstur manna svo vitað sé fann skýringu á mynd- un gervigíga og það var einmitt austur í Landbroti (Robert 1840). Hann taldi að gervigígir mynduðust þar sem hraun renn- ur yfir votlendi eða í grunnt vatn. Rauð- hóla við Elliðavatn taldi hann einnig þannig myndaða. Nú er þessi skoðun fyrir löngu almennt viðurkennd. Þar með er þó ekki sagt að ekki geti gervigígir orðið til á annan hátt, t.d. af gasi í hraunkvikunni sjálfri. Það verða þó að jafnaði ekki um- fangsmiklar myndanir. Þegar hraun hefur runnið nokkra leið og tekið að kólna veltur það fram líkt og belti á jarðýtu. Við það getur það tekið í sig efni úr undirlagi hraunsins og fært upp á yfirborð. Fjöldi athugana víðs vegar, þ.á m. úr þessu hrauni og Skaftáreldahrauni, staðfestir þetta (Jón Jónsson 1970). ■ LANDBROTSHÓLAR Fjölbreytni í útliti hólanna í Landbroti er með ólíkindum (6. mynd). Sumir hafa dæmigerða gíglögun með skál í kolli, aðrir eru uppmjóar strýtur og enn aðrir lang- dregnir hryggir eða gígaraðir. Flestir eru hlaðnir úr oftast rauðu en stundum svörtu gjalli, hraunkleprum og hraunflygsum, alla vega löguðum, og hraunkúlum. Nokkrir eru hraunkleprahringir eða djúp og þröng gjögur sem „horfa til himins hljóðu auga“. Sumir hafa jafnvel lokast í toppinn svo úr varð hraunhvelfing að innan með niður- hangandi grýlukertum úr hraungleri. Dæmi er um að slík myndun hafi verið notuð sem fjárskýli (Þórarinn K. Magnússon 1988). Hæstur Landbrotshóla er Digriklettur og nær 65 m hæð yfir sjó. Hóllinn er með gíglögun og skálin sunnan í honum nokk- uð hallandi. Á skálarbarminum sunnan- verðum er ábúðarmikill hraunklepra- drangur, ekki hár en allmikill ummáls. Af honum hefur hólinn fengið nafn. Af hólnum er víðsýni mikið. Á þessu svæði 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.