Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 41
7. mynd. Tröllshylur og „Dauði fossinn“. Hér rann meginstrengur Skaftár öldum saman. Nú er farvegurinn þurr að undanskildum smálœk með upptök í hylnum. Ljósm. Jón Jónsson. eru stærstu hólar í Landbroti. Meðal þeirra, og lítið eitt austar, er Blesalands- hóll, regluleg, há gjallstrýta. Ekki er nú vitað hvar það landsvæði er sem hóllinn berlega hefur tekið nafn af, en þá ágiskun vil ég leyfa mér að það sé svæði sunnan við hólinn sem nú og löngu áður er nefnt Tjarnir, og tjarnir eru þar nú en hafa ýmist verið eða ekki, allt eftir stöðu grunnvatns í hrauninu. Oftast voru tveir pollar í lautum spöl- korn norðvestur af Digrakletti og austur af Selhólum. Einhver hafði fundið upp á því að kalla þá Ölfusá og Þjórsá. Þeir voru dæmigert falskt grunnvatn, sem án efa hefði verið auðvelt að hleypa niður með borun. Annað svæði þar sem hólarnir skera sig úr vegna hæðar er suðvestur af As- garði. Guðmundur Jónsson bóndi í Ytri- Tungu, sem var einn mesti bóka- og fróð- leiksmaður sveitarinnar í byrjun þessarar aldar, nefndi það svæði Kársstaðahóla. Ekki eru hólarnir svo óreglulega dreifðir sem virðist við fyrstu sýn. Víða má greina að þeir eru í reglulegum röðum. Dæmi um það má sjá frá þjóðvegi skammt austan við Syðri-Vík, í hólaröð sem nefnist Þykkva- bæjartangi. Þetta verður þó enn meira áberandi séð úr lofti og á loftmyndum sem teknar eru úr nokkurri hæð. Á þeim má greina að næsta reglulegar hólaraðir eru á hrauninu og mynda sem næst rétt horn við hraunbrúnina. Þær munu því sýna megin- stefnu hraunflóðsins skömmu áður en það nam staðar. Hugsast má að þessar raðir séu til orðnar þar sem meiriháttar farvegir voru fyrir þegar hraunið rann. Víst er að alls staðar þar sem greint verður stefna hólaraðirnar geislalægt út að rönd hrauns- ins. Annað það sem sýnir stefnu hraun- flóðsins eru svigður, bogalagaðir hraun- gárar sem greina má á einstaka stað en eru víðast horfnir undir jarðveg eða í sand en sjást á loftmyndum. Á nokkrum stöðum má sjá þversnið nokkuð niður í hraunið, en undirlag þess kemur hvergi fram í Land- broti. Aðeins í Tröllshyl (7. mynd) má greina að áin mun hafa grafið alveg gegn- um hraunið, en að undirlagi þess verður þó ekki komist nenia með því að kafa í hyl- 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.