Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 41
7. mynd. Tröllshylur og „Dauði fossinn“. Hér rann meginstrengur Skaftár öldum saman.
Nú er farvegurinn þurr að undanskildum smálœk með upptök í hylnum. Ljósm. Jón
Jónsson.
eru stærstu hólar í Landbroti. Meðal
þeirra, og lítið eitt austar, er Blesalands-
hóll, regluleg, há gjallstrýta. Ekki er nú
vitað hvar það landsvæði er sem hóllinn
berlega hefur tekið nafn af, en þá ágiskun
vil ég leyfa mér að það sé svæði sunnan
við hólinn sem nú og löngu áður er nefnt
Tjarnir, og tjarnir eru þar nú en hafa ýmist
verið eða ekki, allt eftir stöðu grunnvatns í
hrauninu.
Oftast voru tveir pollar í lautum spöl-
korn norðvestur af Digrakletti og austur af
Selhólum. Einhver hafði fundið upp á því
að kalla þá Ölfusá og Þjórsá. Þeir voru
dæmigert falskt grunnvatn, sem án efa
hefði verið auðvelt að hleypa niður með
borun. Annað svæði þar sem hólarnir skera
sig úr vegna hæðar er suðvestur af As-
garði. Guðmundur Jónsson bóndi í Ytri-
Tungu, sem var einn mesti bóka- og fróð-
leiksmaður sveitarinnar í byrjun þessarar
aldar, nefndi það svæði Kársstaðahóla.
Ekki eru hólarnir svo óreglulega dreifðir
sem virðist við fyrstu sýn. Víða má greina
að þeir eru í reglulegum röðum. Dæmi um
það má sjá frá þjóðvegi skammt austan við
Syðri-Vík, í hólaröð sem nefnist Þykkva-
bæjartangi. Þetta verður þó enn meira
áberandi séð úr lofti og á loftmyndum sem
teknar eru úr nokkurri hæð. Á þeim má
greina að næsta reglulegar hólaraðir eru á
hrauninu og mynda sem næst rétt horn við
hraunbrúnina. Þær munu því sýna megin-
stefnu hraunflóðsins skömmu áður en það
nam staðar. Hugsast má að þessar raðir séu
til orðnar þar sem meiriháttar farvegir
voru fyrir þegar hraunið rann. Víst er að
alls staðar þar sem greint verður stefna
hólaraðirnar geislalægt út að rönd hrauns-
ins. Annað það sem sýnir stefnu hraun-
flóðsins eru svigður, bogalagaðir hraun-
gárar sem greina má á einstaka stað en eru
víðast horfnir undir jarðveg eða í sand en
sjást á loftmyndum. Á nokkrum stöðum
má sjá þversnið nokkuð niður í hraunið, en
undirlag þess kemur hvergi fram í Land-
broti. Aðeins í Tröllshyl (7. mynd) má
greina að áin mun hafa grafið alveg gegn-
um hraunið, en að undirlagi þess verður þó
ekki komist nenia með því að kafa í hyl-
39