Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 58
sjófuglum. Enn síðar var einnig farið að sækjast eftir fiðri geirfuglsins jafnframt því sem hann var bræddur í lýsi, bæði til matar og til að elda með. Fuglarnir voru ennfremur notaðir í beitu. Þetta jók enn á veiðarnar og varð tegundin aldauða við Nýfundnaland um aldamótin 1800. Frum- byggjar á Nýfundnalandi, Grænlandi og víðar nýttu geirfuglinn á ýmsa fleiri vegu, s.s. skinnið í föt og á rúm, nefin til skreyt- inga á grafir og fitjarnar í skjóður (Meld- gaard 1988). ■ ÚTBREIÐSLA OG HNIGNUN VIÐ ÍSLAND Hversu útbreiddur og algengur var geir- fugl hér við land? Tiltækar heimildir, þótt þær séu fáar, gefa ákveðnar vísbendingar en eflaust vantar sitthvað í heildarmynd- ina. Þó má enn bæta við upplýsingum um geirfugla við Island, eins og síðar verður komið að. Varpstaðir Eins og flestir aðrir svartfuglar urpu geir- fuglar á óaðgengilegum stöðum þar sem þeir voru óhultir fyrir ræningjum úr dýra- ríkinu, þótt að endingu hafi þeir ekki stað- ist manninum snúning. Hér við land eru til öruggar heimildir um aðeins þrjá varp- staði, á Geirfuglaskeri og í Eldey (sem til- heyrðu svonefndum Fuglaskerjum undan Reykjanesi) og á Geirfuglaskeri í Vest- mannaeyjum. I doktorsritgerð Preyers frá 1862 kemur fram að geirfuglar hafi sést allt umhverfis landið þótt þeir hafi einvörðungu orpið við það sunnan- og suðvestanvert. Þeir hafi ef til vill orpið víðar um eða eftir landnám en heimildir séu ekki fyrir hendi. Óstaðfestar getgátur eru um varp á Hvalbaki fyrir austan land og jafnvel einu Geirfuglaskeri til viðbótar, sem sumir hafa getið sér til að væri svokölluð Tvísker úti fyrir Öræfasveit. Látravík við Látrabjarg og Grímsey hafa einnig komið til tals sem hugsanlegir varp- staðir. Geirfuglasker í Vestmannaeyjum var lítið um sig og rúmaði ekki mörg varppör. Sú byggð hvarf um aldamótin 1800. Árið 1830 varð eldgos í sjó nálægt Eld- eyjarboða (sbr. Sigurð Þórarinsson 1965 og Svein Jakobsson 1974), um 25 km suðvestur af Geirfuglaskeri. Hefur verið látið að því liggja að skerið hafi horfið í því gosi, þótt heimildirnar séu nokkuð óljósar. Skerið hvarf engu að síður um þetta leyti og geirfugl hóf að verpa í Eldey 12 km nær landi. Varpið var á flatri hlein í eynni norðvestanverðri en þar er jafnframt eina lendingin. Bengtson (1984) heldur því fram að varpfuglamir úr Geirfugla- skeri hafi getað flutt sig til Eldeyjar. Það kann að vera rétt en þá þegar hlýtur varpið að hafa verið orðið mjög lítið. Miðað við tiltækt rými hefur Eldey ekki getað staðið undir eins stóru varpi og Geirfuglasker þegar það var og hét. Raunar eru flestir varpfuglarnir í Geirfuglaskeri sagðir hafa farist í gosinu, sem stóð í átta mánuði. Mætti halda að endalok geirfuglsstofnsins hafi þá verið ráðin. Slíkt er þó ólíklegt því í júlíbyrjun 1821 tók danski fuglafræðing- urinn F. Faber sér ferð á hendur til Fugla- skerja ásamt tveimur löndum sínum, grasafræðingnum A.M. Mörch og F.C. Raben lénsgreifa, án þess að sjá einn einasta geirfugl. Stofninn virðist því hafa verið hruninn fyrir eldgosið. Engu að síður voru a.m.k. 75 geirfuglar drepnir í Fugla- skerjum á árunum 1813 til 1844 og mörg egg tekin. Stærð STOFNSINS Ef varpstaðirnir vom aldrei lleiri en tveir í einu er ljóst að íslenski varpstofninn hefur ekki verið ýkja stór. Geirfuglasker undan Reykjanesi virðist hafa verið langstærsta varpið og það eina sem eitthvað kvað að. Líklega var svo lengi, eins og skilja má af skrifum Gísla Oddssonar (1942) frá árinu 1638 og Horrebows (1966) frá árinu 1752. Arnþór Garðarsson (1984) áætlaði að á bilinu 300 til 1500 pör hafi orpið í Geir- fuglaskeri og tekur þá mið af lýsingu í handriti frá miðri 18. öld (2. mynd). Hann telur að íslenski stofninn hafi verið í mesta lagi örfáar þúsundir para skömmu áður en 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.