Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 60
3. mynd. Heimkoman eftir uppboðið í London 1971. Finnur Guðmundsson sýnir fréttamönnum geirfuglinn góða á Keflavíkurflugvelli. - The Great Auk arrives in Iceland after being auctioned in London in 1971. Finnur Guðmundsson presents the mounted bird to reporters. Mynd/photo Guðjón Einarsson, 6. mars 1971. Veðuii fa rsb reytinga r Bengtson (1984) hefur aðra skoðun á því hvers vegna geirfuglsstofninn leið undir lok. Hann telur að stofn- inn hafa hrunið vegna breytinga á veðurfari löngu áður en hægt sé að kenna um rányrkju mannsins. Hann álítur að geirfuglinn hafi verið fremur sérhæfður í fæðuvali og öðrum lifnaðarháttum og að stofn- inn hafi ekki staðist sveiflur í ástandi sjávar vegna breytts veður- fars, hvort sem það var vegna hita- stigs eða þeirra vistfræðilegu breyt- inga sem fylgt hafa í kjölfarið. Bengtson telur að geirfuglsstofninn hafi verið að mestu leyti búinn að vera vegna hægfara loftslagsbreyt- inga frá lokum ísaldar þegar maðurinn hóf rányrkju sína. Báðar skýringar - veðurfarsbreytingar og ásókn mannsins - geta átt við rök að styðjast. Munur getur verið á hvenær áhrifa þeirra gætti. Þótt stofninn hafi verið enn stærri fyrr- um voru engu að síður tugþúsundir, ef ekki hundruð þúsunda varppara í stofninum eftir aldamótin 1500, þegar aðalatlagan að stofninum hófst. Þrátt fyrir lakari umhverfis- skilyrði ætti stofninn að hafa lifað af ef maðurinn hefði ekki komið til skjalanna. Sagan bendir eindregið til langrar rányrkju í Geirfuglaskeri og að íslenski stofninn hafi hrunið mörgum áratugum áður en síðustu fuglarnir voru drepnir. Geirfuglinn var bundinn við ystu sker þegar komið var fram á sögulegan tíma, bæði hér við land og erlendis. Hann hefur sjálfsagt í upphafi haldið sig á óaðgengi- legum stöðum til þess að forðast rándýr eins og refi. Vel má ímynda sér að hann hafi orpið einhvers staðar nær landi eða jafnvel á fastalandinu eftir að Island byggðist en að ásókn mannsins í árdaga hafi takmarkað útbreiðslu hans við fá torsótt sker. ■ geirfuglshamir, egg OG BEIN í heiminum eru til u.þ.b. 80 uppsettir (uppstoppaðir) geirfuglshamir. Aðeins tveir heilir skrokkar með kjöti og innyfluin hafa varðveist og eru þeir geymdir í vín- anda á Dýrafræðisafninu í Kaupmanna- höfn, en þar er næststærsta safn íslenskra fugla (á eftir safni Náttúrufræðistofnunar Islands). Þetta eru skrokkar síðustu geir- fuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey 1844 og eru þeir mikilvægir þeim sem vilja rannsaka líffærafræði og erfða- samsetningu geirfugla, skyldleika við 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.