Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 60
3. mynd. Heimkoman eftir uppboðið í London
1971. Finnur Guðmundsson sýnir fréttamönnum
geirfuglinn góða á Keflavíkurflugvelli. - The
Great Auk arrives in Iceland after being auctioned
in London in 1971. Finnur Guðmundsson presents
the mounted bird to reporters. Mynd/photo
Guðjón Einarsson, 6. mars 1971.
Veðuii fa rsb reytinga r
Bengtson (1984) hefur aðra skoðun
á því hvers vegna geirfuglsstofninn
leið undir lok. Hann telur að stofn-
inn hafa hrunið vegna breytinga á
veðurfari löngu áður en hægt sé að
kenna um rányrkju mannsins. Hann
álítur að geirfuglinn hafi verið
fremur sérhæfður í fæðuvali og
öðrum lifnaðarháttum og að stofn-
inn hafi ekki staðist sveiflur í
ástandi sjávar vegna breytts veður-
fars, hvort sem það var vegna hita-
stigs eða þeirra vistfræðilegu breyt-
inga sem fylgt hafa í kjölfarið.
Bengtson telur að geirfuglsstofninn
hafi verið að mestu leyti búinn að
vera vegna hægfara loftslagsbreyt-
inga frá lokum ísaldar þegar
maðurinn hóf rányrkju sína. Báðar
skýringar - veðurfarsbreytingar og
ásókn mannsins - geta átt við rök að
styðjast. Munur getur verið á
hvenær áhrifa þeirra gætti. Þótt
stofninn hafi verið enn stærri fyrr-
um voru engu að síður tugþúsundir,
ef ekki hundruð þúsunda varppara í
stofninum eftir aldamótin 1500,
þegar aðalatlagan að stofninum
hófst. Þrátt fyrir lakari umhverfis-
skilyrði ætti stofninn að hafa lifað
af ef maðurinn hefði ekki komið til
skjalanna.
Sagan bendir eindregið til langrar rányrkju
í Geirfuglaskeri og að íslenski stofninn
hafi hrunið mörgum áratugum áður en
síðustu fuglarnir voru drepnir.
Geirfuglinn var bundinn við ystu sker
þegar komið var fram á sögulegan tíma,
bæði hér við land og erlendis. Hann hefur
sjálfsagt í upphafi haldið sig á óaðgengi-
legum stöðum til þess að forðast rándýr
eins og refi. Vel má ímynda sér að hann
hafi orpið einhvers staðar nær landi eða
jafnvel á fastalandinu eftir að Island
byggðist en að ásókn mannsins í árdaga
hafi takmarkað útbreiðslu hans við fá
torsótt sker.
■ geirfuglshamir, egg
OG BEIN
í heiminum eru til u.þ.b. 80 uppsettir
(uppstoppaðir) geirfuglshamir. Aðeins
tveir heilir skrokkar með kjöti og innyfluin
hafa varðveist og eru þeir geymdir í vín-
anda á Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
höfn, en þar er næststærsta safn íslenskra
fugla (á eftir safni Náttúrufræðistofnunar
Islands). Þetta eru skrokkar síðustu geir-
fuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey
1844 og eru þeir mikilvægir þeim sem
vilja rannsaka líffærafræði og erfða-
samsetningu geirfugla, skyldleika við
58