Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 64
geirfuglsgripi og sló Finnur því fram, meir í gamni en alvöru, að Islendingar ættu skilið að fá eitthvað af þessum gripum. Honum til mikillar undrunar var tillögunni vel tekið, því opinber söfn eru yfirleitt ákaflega treg að láta af hendi fágæta gripi sem þessa. Viðskiptum Finns við Harvard- háskóla lauk á þann veg að Islendingum var gefinn kostur á að kaupa eitt egg fyrir 8000 kr. (500 dollara) og beinagrind á 2500 kr. (160 dollara) og útvegaði Mennta- málaráðuneytið fé til kaupanna. Hvort tveggja var gjafverð, langt neðan við gang- verð slíkra gripa, og talið bera vitni um þann hlýhug sem forráðamenn dýrafræði- safnsins báru til Islendinga. Safnið eignað- ist eggið á árunum 1931-32 þegar einka- safn John Thayers rann til þess. Thayer, sem var kunnur fuglafræðingur á sínum tíma, hafði keypt eggið á uppboði í Eng- landi árið 1912, en það hafði verið í eigu Sir Greville Smythe frá því fyrir 1901. Saga þess fyrir þann tíma er hins vegar óljós (Tomkinson og Tomkinson 1966). ■ BEINARANNSÓKNIR Eitt og annað hefur verið ritað um geirfugl á íslandi og eru til um hann ekki færri en 60-70 greinar, bókakaflar og aðrar rit- smíðar, að dagblaðagreinum undanskild-. um. Þótt geirfuglinn sé löngu útdauður er hugsanlegt að enn megi bæta upplýsingum við sögu hans. Þannig má velta fyrir sér hvort útbreiðsla geirfuglsins hafi í raun verið önnur en við þekkjum og hvort stofninn hafi ekki verið langtum stærri en áður er getið. Saga Or öskuhaugum Rannsóknir á gömlum öskuhaugum eru líklegastar til að skila viðbótarþekkingu um lifnaðarhætti geirfuglsins, s.s. um útbreiðslu hans á fyrri öldum. Fornleifa- rannsóknir hafa farið fram víða um land en hingað til hafa geirfuglsbein eingöngu fundist í Hánni (Rofunum) á Heimaey í Vestmannaeyjum (varðveitt á Náttúru- fræðistofnun íslands) og við lýðveldisupp- gröftinn í Tjarnargötu 4 í Reykjavík árið 1944. Úr seinni uppgreftrinum eru varð- veitt 76 bein á Náttúrufræðistofnun ís- lands (sbr. Matthías Þórðarson 1944 og Þorkel Grímsson 1974) en þrjú eru á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn (sbr. Meldgaard 1988). Geirfuglsbein hafa enn- fremur fundist á tveimur stöðum á Suður- nesjum, í Kirkjuvogi í Höfnum og á Býjar- skerjum við Sandgerði (Newton 1861), en ekki er vitað hvar þau bein eru nú niður- komin. Geirfuglsbein sem fundist hafa til þessa endurspegla að mestu sömu útbreiðslu og þekkt vörp. Útbreiðsla geirfugls við fsland eins og við þekkjum hana er í samræmi við kenningu Bengtsons (1984) um áhrif kólnandi veðurfars á geirfuglastofninn í heiminum. Vera kann að Litla ísöldin sem svo er nefnd og hófst á 12.-13. öld en stóð fram á 20. öld (Ogilvie 1984) hafi haldið stofninum niðri og takmarkað hann við hlýjasta hluta landsins. Geirfugl hefur líkast til verið algengari við upphaf íslandsbyggðar þegar veðurfar var mildara. Ef svo er mætti enn finna geirfuglsbein í öskuhaugum í námunda við ókunna varpstaði. Til dæmis er ekki ólík- legt að geirfuglar hafi orpið á skerjunum á Breiðafirði en þeir hafa varla haldist þar lengi eftir að eyjamar byggðust. Geir- fuglsbein eiga eflaust eftir að finnast neðst í mörgum þeirra gömlu öskuhauga sem eru víða í eyjunum þegar þeir verða skoðaðir skipulega. Astæða þess að geirfuglsbein hafa ekki fundist víðar á landinu er ef til vill sú að tiltölulega fáir staðir hafa verið rannsakaðir, og enn færri þeirra eru við sjávarsíðuna. Einnig eru rannsakaðar leifar sjaldnast nógu gamlar, þ.e. frá því fyrir 1200. Sums staðar er jarðvegur líka þannig að bein og aðrar lífrænar leifar varðveitast illa. Þegar fram í sækir eiga rannsóknir á fornum öskuhaugum eflaust eftir að skila frekari vitneskju um líf geirfuglsins hér við land. Islendingar hafa ekki haft á að skipa sérfræðingum til að rannsaka bein úr villtum dýrum eða aðrar dýraleifar sem upp hafa komið við fornleifarannsóknir. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.