Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 70
áður var minnst á. Efnin sem myndast í
mónum eru aðallega lífræn og eru helstu
flokkar þeirra eftirfarandi:
1) bítúmen
2) eggjahvítuefni
3) kolvetni
4) húmusefni
Hér á eftir verður greint frá rannsókn
sem beindist að tveimur mikilvægum
eiginleikum íslenskra mómýra: steinefna-
magni og sýrustigi.
Steinefni í mó
I íslenskum mýrum er mikið af steinefnum
miðað við mýrar annarra landa. Þau eru
einkum eftirfarandi: loftborin eldfjalla-
aska, fok af þurrlendissvæðum og fram-
% steinefni
0 20 40 60 80 100
/. mynd. Myndin sýnir magn steinefna í
mýrarsniði frá Víðimýri í Skagafirði.
Merkingamar Hn04, H}, H4 og Hs sýna
ösku úr stóru Heklugosunum (samanber
texta).
burður yfirborðsvatns. íslenski steinefna-
jarðvegurinn er gerður úr gjósku, blá-
grýtis- og móbergsmylsnu.
Efnasamsetning þessara bergtegunda er
nauðalík. Þar að auki er í steinefnajarð-
veginum líparít, þá helst sem gosaska og
vikur. Einnig er nokkuð af jökulleir í
honum og að auki svonefnt allófan, sem er
eins konar leirtegund og verður einkum til
utan á móbergskornum. Loks er að geta
bergbrota og kristalla. Hlutfall þessara
steinefna innbyrðis hefur breyst talsvert í
tímans rás. Sé tekið dæmi af rannsóknum
móajarðvegs í Skagafirði (Grétar Guð- -
bergsson 1975) má sjá, þegar borin eru
saman tvö tímabil jarðvegssögunnar, hið
fyrra frá því fyrir um 6600 árum og til um
4000 ára fyrir okkar daga og hið síðara
tímabilið frá landnámi fram á tuttugustu
öld, að hlutfall ljósu líparítöskunnar hefur
aukist úr 4% á fyrra tímabilinu í 20% á því
síðara. Hlutur bergbrota og kristalla hefur
einnig aukist úr 4% í 14% á sama tíma.
Breytingar þessar verða einkum af tveimur
ástæðum. A myndunartíma jarðvegsins,
sem er 9-10 þúsund ár, hafa orðið allmörg
stór líparítöskugos, einkum Heklugosin H3
fyrir um 2800 árum og H4 fyrir um 400Ó
árum. Einnig hefur orðið umlögun jarð-
vegs vegna rofs hans á einum stað og
upphleðslu á öðrum. Steinefnamagnið í
íslensku mýrunum veldur því að þær hafa
verið uppskerumeiri en flestar mýrar í
nálægum löndum og hafa þær verið nota-
drýgri í ræktun vegna steinefnanna. I
mýrunum er mikið af dökkum steinteg-
undum sem veðrast fremur auðveldlega.
Það hefur áhrif á eiginleika mýranna, eins
og sjá má á 1.-5. mynd.
Þá er rétt að benda á að í mýrum eru oft
þónokkrar breytingar á vatnsstöðu þannig
að efsta lag þeirra þornar og blotnar á víxl.
Vatnsborðsbreytingar af þessu tagi valda
aukinni efnaveðrun, einkum á kornum úr
dökku steintegundunum, sem eru ríkar af
járni og magnesíum. Við þornunina kemst
loft að kornunum og súrefni binst málm-
steindunum og þær „ryðga“. Næst þegar
kornin blotna við hærri grunnvatnsstöðu
leysist ryðið upp og flyst með lausninni í
68