Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 72
Skagafirði er frá Heklu og í Borgarfirði
líklega frá Snæfellsjökli. Við landnám eða
skömmu eftir það eykst steinefnamagnið í
mýrunum mikið, bæði norðan- og vestan-
lands. Það sem greinir þó þessi jarðvegs-
snið í sundur er mismikið magn steinefna í
jarðvegi. Á Norðurlandi er steinefna-
magnið í sniðinu við Víðimýri meira frá
upphafi jarðvegsmyndunar og allt fram
undir 1600 en þá fellur það í úr um 50% í
40%. Er þetta í samræmi við það sem vitað
er um þykknun móajarðvegs í Skagafirði. I
móajarðveginum minnkar árleg þykknun á
tímabilinu frá 1104 til okkar daga um 0,2
mm á ári miðað við tímabilið frá landnámi
til 1104. Það tímabil var þykknun 0,7 mm
á ári. Steinefnamagnið er hins vegar mjög
sambærilegt innbyrðis í borgfirsku sniðun-
um. I þeim báðum er það mun minna en í
því skagfirska, allt frá upphafi jarðvegs-
sýrustig (pH)
3 3,5 4 4,5 5 5,5
4. mynd. Myndin sýnir sýrustig í mýrar-
sniðifrá Víðimýri í Skagafirði.
myndunar og fram undir 1600. Þá verður
sú breyting að steinefnamagnið í borg-
firsku mýrunum heldur áfram að vaxa og
nær í báðum sniðunum allt að 60%. Gæti
það bent til þess að jarðvegseyðing sé enn
að aukast á Vesturlandi en dregið hafi úr
henni á vesturhluta Norðurlands á sama
tíma.
Áhugavert er að skoða sýrustigslínuritið
úr borgfirsku og skagfirsku mýrunum. Þau
sýna svo líkt mynstur að segja má að þau
falli hvort í annað enda þótt steinefnamagn
mýranna sé mjög ólíkt. Lægsta sýrustigið
(lægsta pH-gildið) er um pH 4 í báðurn
mýrunum í um það bil 40-60 cm dýpt og
virðist það vera útskolunarlag mýranna.
Þetta er það lag í mýrunum þar sem efni
skolast út vegna úrkomu eða annars vatns-
streymis sem leysir efni í jarðveginum og
flytur þau í neðri lög hans þar sem þá
sýrustig (pH)
3 3,5 4 4,5 5 5,5
5. mynd. Myndin sýnir sýrustig í mýrar-
sniði frá Borg á Mýrum.
70