Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 74
Fréttir Glóptraustar ljósmyndafilmur Þegar George Eastman setti fyrstu Kodak- kassavélina á markað 1888 var slagorð hans: „Þú ýtir á takkann, hitt gerum við!“ Það voru orð að sönnu. Myndavélin var seld með filmu í. Þegar búið var að lýsa allar hundrað myndirnar á henni var vélin fengin umboðsmanni framleiðandans sem framkallaði filmuna, gerði eftir henni myndir og skilaði myndavélinni svo með nýrri filmu. Fyrir svona myndavél greiddu menn 25 dali, er samsvarar 400 dölum (um 25 þúsund krónum) á nútímagengi. Þar kom brátt að ljósmyndarar þurftu sjálfir að skipta um filmu í vélum sínum. Flestar 35 mm myndavélar sem nú eru á markaði eru raunar „sjálfþræðandi“. Aðeins þarf að skorða enda filmunar á upptökuspólu, svo færir vélin filmuna sjálfkrafa áfram. Þetta virðist samt vefjast fyrir sumum, sem marka má af því að 53 milljón myndavélar af þeim 70 milljónum sem seljast árlega í Bandaríkjunum eru einnota vélar. Færri en 700 þúsund af þessum 70 milljónum, eða tæplega eitt prósent, eru einnar linsu spegilmyndavélar, kerfisvélar sem flestir fagljósmyndarar og framsæknir áhugamenn nota. Langflestar taka þessar vélar 35 mm breiða filmu, með 24 x 36 mm myndflöt. 35 millímetra filmur eru seldar í hylkjum með tólf, tuttugu og fjórum eða þrjátíu og sex 24 x 36 mm myndum. Aðeins í örfáum 35 mm vélum er hægt að skipta um filmu, lil dæmis úr lit í svart- hvítt eða úr neikvæðri litfilmu í skyggnu- filmu, nema með því að fórna þeim myndum sem enn eru ólýstar. Nú er í vændum breyting á þessu. Bandaríska fyrirtækið Eastman Kodak mun í samstarfi við fjóra japanska fram- leiðendur, Canon, Fuji, Minolta og Nikon, setja á markað nýja filmugerð (og þar með nýja kynslóð ljósmyndavéla) sem leysa á hefðbundnu 35 mm filmuna af hólini. Kerfið, sem kallað verður APS (fyrir Advanced Photo System), á að koma á markað snemma árs 1996. Filmurnar verða í plasthylkjum, lítið eitt minni en nú tíðkast enda verða þær þynnri og haldast jafnframt sléttari meðan myndin er tekin. Hægt verður að velja um þrjár breiddir á myndfleti og skipta um breidd hvenær sem er. Enn auðveldara verður að hlaða nýju vélarnar en þær sjálfþræðandi 35 mm myndavélar sem nú er völ á. Filmuhylkinu er bara fleygt inn í vélina, henni lokað og sjálfvirkur búnaður ýtir enda filmunnar út úr hylkinu. Núna eru 35 mm filmur dregnar út úr hylkjunum fyrir framköllum og klipptar sundur í búta áður en þeim er skilað. APS- filmurnar verða afhentar úr framköllun óklipptar og í hylkjunum. Utan á filmuhylki verða merki er auðkenna hvort filman sé ónotuð, hálfnotuð, fullnotuð eða framkölluð. Vilji myndasmiður skipta um filmugerð í miðri filmu spólar hann filmunni einfald- lega inn í hylkið. Síðar getur hann sett filmuna aftur í vélina. Hún leitar þá uppi staðinn þar sem síðustu töku lauk. Upplýsingar, svo sem um tökutíma, stærð myndflatar, ljósnæmi filmunnar og sitthvað fleira, verða skráðar sem ljósboð á rönd filmunnar. Sjálfvirkur stækkari í framköllunarveri les þessi boð og styðst við þau við val á pappír, lýsingu og fleiru. Flóknari myndavélar munu auk þess færa ýmsar upplýsingar á filmuna sem segul- boð. The Economist, 26. ágúst-1. sept. 1995. Örnólfur Thorlacius tók saman. 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.