Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 75
Lucy og aldur
MANNMEIÐSINS
KARL GRÖNVOLD
Allar göturfráþvíað Darwin settifram
þróunarkenninguna hefur mönnum þótt
eifitt að kyngja því að Homo sapiens,
sjálf kóróna sköpunarverksins, skuli
ekki aðeins vera hluti af dýraríkinu
heldur náskyldur skepnum á borð við
górillur og simpansa. En hvernig skyldi
ganga að finna fyrstu mennina og hvar
á að draga mörkin milli manns og apa?
Uppruni og ættartré mannsins
(Homo) hefur löngum valdið
mönnum bollaleggingum og
jafnvel hugarangri. Rannsóknar-
sagan er full af drama og furðulegheitum
og miklar ályktanir oft dregnar af mjög fá-
tæklegum gögnum. Standa tíðum fá bein á
bak við löng og l’lókin nöfn en einnig
ganga nokkrir fornir einstaklingar undir
þekktum gælunöfnum sem oft sjást á
prenti.
■ TAUNG'BARNIÐ
Dæmi um slíkt var hauskúpan af Taung-
barninu frá Suður-Afríku sem fékk teg-
undarnafnið Australopithecas africanus
eða suðurapinn frá Afríku (1. mynd).
Karl Grönvold (l'. 1941) lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði
frá Edinborgarháskóla 1968 og doktorsprófi í jarð-
efnafræði frá Oxfordháskóla 1972. Karl starfaði við
jarðhitarannsóknir hjá Orkustofnun árin 1972-1975
og hefur síðan verið sérfræðingur hjá Norrænu eld-
fjallastöðinni í Reykjavfk.
1. mynd. Hauskúpa af suðurapa semfannst
í kalknámu við Taimg í Suður-Afríku árið
1925. Af tönnum má ráða að Itauskúpan
sé af ungum apa og hefur hann verið
persónugerður sem Taung-barnið.
Prófessor Raymond Dart, sem fyrstur lýsti
þessari hauskúpu árið 1925, taldi liana
vera þróaðri en apa en frumstæðari manni
eða Homo, og hafi veran gengið upprétt.
Þetta væri því hinn týndi hlekkur milli
manns og apa, sem margir leituðu þá eftir
forskrift Darwins. Aðrir töldu hauskúpuna
hins vegar vera af simpansa. Lengi var
hauskúpa Taung-barnsins eina þekkta
sýnið af þessari tegund. Við frekari upp-
gröft í sunnan- og austanverðri Afríku
kornu svo fleiri steingervingar í ljós, svo
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 73-76, 1995.
73