Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 82
Þættirnir voru eftirfarandi:
1. Þráðormar.
Dr. Gary McClelland frá Kanada hélt
yfirlitserindi um rannsóknir í tilrauna-
stofum og úti í náttúrunni á lífsferlum
og stofnfræði þráðormategunda sem eru
til vandræða fyrir fiskvinnsluna.
Dr. Lia Paggi frá Ítalíu hélt erindi um
tegundagreiningu hringorma með sam-
eindalíffræðilegum aðferðum.
Dr. Hans-Peter Fagerholm hélt erindi
um rannsóknir á hringormum síðustu 30
árin og spáði í framtíð slíkra rannsókna.
Auk þess voru flutt 10 styttri erindi.
Þar á meðal voru fimm erindi sem
undirritaður og samstarfsmaður hans
Droplaug Ólafsdóttir héldu.
2. Bandormar.
Dr. Göran Bylund frá Finnlandi hélt
erindi um rannsóknir síðustu 30 ára á
breiðabandormi mannsins (Diphyllo-
bothrium latum) og skyldum tegundum.
Auk þess voru flutt 2 styttri erindi.
3. Ögður.
Dr. Marianne Kpie frá Danmörku hélt
erindi um ögður (Digenea) og rann-
sóknir á þeim síðustu 30 árin.
Dr. Göran Malmberg frá Svíþjóð
sagði frá rannsóknum sínum á Gyro-
dactylus-tegundum.
Auk þess voru tlutt þrjú styttri erindi,
þar á meðal var erindi um rannsóknir
Matthíasar Eydals, Brynju Gunnlaugs-
dóttur og Karls Skírnissonar á ögðunni
Cryptocotyle lingua og nýlegum fundi
hennar hér á Islandi.
4. Skaðleg sníkjudýr í fiski í Norður-
Evrópu.
Dr. Olec N. Pugachev frá Rússlandi
kom með yfirlit yfir fjölda og efni
greina sem skrifaðar hafa verið um
sníkjudýr í fiskum í Norður-Evrópu.
Auk þess voru flutt þrjú erindi af
styttri gerðinni. M.a. sagði Jónbjörn
Pálsson frá rannsóknum Juttu V.
Magnússon á Hafrannsóknastofnun á
karfamedalíunni svokölluðu (Sphyrion
lumpi) í Irmingerhafi.
Fyrir utan þessi erindi voru fluttu
þátttakendur önnur, sem allt of langt mál
yrði að telja upp, en þau eru kynnt í
ráðstefnuritinu: H.-P. Fagerholm og
Erlingur Hauksson (ritstj.). Proceedings of
the symposium on parasites of biological
and economic significance in the aquatic
environment. - Thirty years of research
and future trends. Bulletin of the
Scandinavian Society for Parasitology
4(2), October 1994. Þetta hefti er hægt að
kaupa hjá SSP, Girobank-reikningur nr.
1289934, Scand. Soc. Parasitol., Jægers-
borg Allé I, DK-2920 Charlottenlund,
Denmark (Dr Birgitte Vennervald) og
kostar 140 danskar krónur.
Niðurlag
Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel.
Erindin voru fróðleg og ágætlega flutt.
Góður andi ríkti á meðal ráðstefnugesta.
Og síðast en ekki síst lék veðrið við okkur.
Ég vil færa öllum þeim sem komu að
ráðstefnunni kærar þakkir.
Erlingur Hauksson
80