Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 83

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 83
KARRAR og GRÓÐURFAR ÓLAFURK. NIELSEN Sagt hefur verið að þingeysku heiðarnar séu einhver mikilvæg- ustu varplönd rjúpunnar (Lagopus mutus) á íslandi (Finnur Guð- mundsson 1960). Síðan 1981 hef ég unnið við rannsóknir á fálka (Falco rusticolus) í Þingeyjarsýslum og hafa rjúpnatalningar verið liður í því verkefni (Ólafur K. Niel- sen 1995). Talningarnar sýna að stofninn hefur verið mjög breytilegur á tímabilinu; hann var í lágmarki 1981, óx í hámark um miðjan áratuginn og var kominn aftur í lágmark 1993. Munur á þéttleika rjúpna milli bestu og lökustu ára á talningasvæð- unum var að jafnaði u.þ.b. sexfaldur. Mikill munur var á þéttleika rjúpna milli talningasvæða; til dæmis var í hámarksár- inu um átta sinnum meiri þéttleiki á besta svæðinu en því lakasta. Vorið 1993 var byrjað á nýju rjúpna- verkefni á Norðausturlandi. Markmið rannsóknanna var að skoða mun á þétt- leika rjúpna milli svæða með hliðsjón af gróðurfari. Spurningin sem sett var fram var hvort þéttleiki rjúpna breytist eftir gerð gróðurlenda. Ef hægt er að flokka varplönd rjúpunnar eftir gróðurfari opnast möguleikar á að ákvarða varpútbreiðslu og stofnstærð hennar á stórum svæðum með fjarkönnun. Til að svara þessum spurning- um voru rjúpur taldar á um 40 stöðvum Ólafur K. Nielsen (f. 1954) lauk B.S.-prófi í lxffræði frá Háskóla íslands 1978 og Ph.D.-prófi í dýra- vistfræði frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1986. Ólafur starfaði hjá Líffræðistofnun Háskólans 1986- 1993 og starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun íslands. sem valdar voru af handahófi í nokkrum mismunandi gerðum mólendis. Jafnframt voru gerðar gróðurmælingar við talninga- stöðvarnar. Notuð var fjölbreytugreining (DECORANA-hnitun og TWINSPAN-flokk- un) til að túlka gróðurfarsgögnin og raða talningastöðvunum eftir samsetningu gróðurs, og út frá þeirri röðun var þéttleiki rjúpna á svæðunum borinn saman. ■ RANNSÓKNASVÆÐI Rjúpna- og gróðurrannsóknir voru gerðar á utanverðu Tjörnesi, í móunum ofan þjóðvegar frá Breiðuvík suður undir Húsa- víkurfjall. Einnig var unnið á lágheiðum nærri sjó á Skarðahálsi og Hvammsheiði. Önnur rannsóknasvæði voru innar í land- inu, á Þorgerðarfjalli, Kasthvammsheiði, Laxárdalsheiði, Mývatnsheiði, Hofstaða- heiði og Austaraselsheiði (1. mynd). Berggrunnur heiðanna norður af Mý- vatni og úti á Tjörnesi er basalt frá síð- tertíer og ísöld. Landslag á Tjörnesi er all- frábrugðið því sem er sunnar á rannsókna- svæðinu. Móarnir eru í vesturslakka Tjör- nesfjallanna, þeir eru ekki mjög víðáttu- miklir en landið er mishæðótt og skorið sundur af lækjarskorningum og árgiljum. Heiðarnar sem liggja að Reykjahverfi, Aðaldal, Reykjadal og Bárðardal eru miklu víðáttumeiri og landið er opnara. Landslag þar er mótað af rofkrafti ísaldar- jökulsins og einkennist af flötum ásum eða hæðum sem teygja sig sunnan frá hálend- Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 81-102, 1995. 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.