Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 84
inu; inn á milli ásanna skerast dalir með
bröttum hlíðum. Eitt af einkennum þessara
heiða eru stök ávöl fell sem gnæfa yfir
landið í kring. Allt þetta svæði hefur verið
nýtt til beitar öldum saman.
Fjórar veðurathugunarstöðvar voru á
svæðinu: Mánárbakki, Húsavík, Staðar-
hóll og Reykjahlíð. Úrkoman var mest við
ströndina og minnkaði inn til landsins.
Meðalársúrkoma fyrir tímabilið 1961-
1990 var 824 mm á Húsavík, 622 mm á
Staðarhóli og 435 mm í Reykjahlíð (skrif-
legar uppl. frá Veðurstofu íslands). Meðal-
árshitinn var 1,4°C í Reykjahlíð en 2,0-
3,4°C á hinum þremur stöðvunum. Munur
á kaldasta og hlýjasta mánuðinum var
meiri inn til landsins en út við ströndina og
snjó festir þar fyrr og leysir seinna.
Móagróður dafnar í frekar þurrum jarð-
vegi. Þar sem jarðrakinn er meiri, eins og í
lægðum á milli ása, eru mýrar eða tjamir.
Talið er að þingeysku heiðamar hafi áður
fyrr verið vaxnar skógi eða kjarri að stór-
um hluta en móar hafi myndast við eyð-
ingu skóganna. Gróðursam-
setning móanna er allbreyti-
leg og ræðst meðal annars af
legu, halla, rakastigi jarðvegs
og snjóalögum á veturna.
Einkennisgróður er einkum
ýmsir smárunnar og lyng, til
dæmis fjalldrapi, gulvíðir,
krækilyng, bláberjalyng, beití-
Iyng, sortulyng og einir1. Eitt
af einkennum móanna er
þýfið; flestar gerðir móa eru
þýfðar og sumar stórþýfðar
(Hörður Kristinsson og Helgi
Hallgrímsson 1991, Steindór
Steindórsson 1964).
■ AÐFERÐIR
R)ÚPNATALN1NGAR
Talningastöðvar, samtals 42,
voru valdar fyrirfram. Ákveð-
ið var að 10 stöðvar væru á
Tjörnesi, 10 á Hvammsheiði
og Skarðahálsi, 6 á Kast-
hvammsheiði og Þorgerðar-
fjalli, fjórar á Laxárdalsheiði,
10 á Mývatnsheiði og í Mý-
vatnssveit og tvær á Austara-
selsheiði. Þetta var gert til
þess að hafa talningastöðvar í
mólendi við sem fjölbreyti-
legust skilyrði. Talninga-
‘Um latnesk heiti plöntutegunda
sem koma fyrir í texta, sjá við-
auka.
Milli hœðarlína eru 200 m. Rauðir punktar sýna taln-
ingastöðvar. - The study area in Suður-Þingeyjarsýsla,
NE-lceland. Contour lines are at 200 m intervals. Red
dots represent count point sites.
82