Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 85
2. mynd. Ropkarri á óðali við Úlfarsfell, Reykjavík í maí
1995. — A territorial cock Rock Ptarmigan. Ljósm./photo
Jóhann Oli Hilmarsson.
stöðvarnar sjálfar voru
staðsettar af handahófi (1.
mynd). Það var gert með
því að leggja hnitakerfi
með punktum völdum af
handahófi yfir kort af
móunum í kvarðanum
1:50.000. Einu skilyrðin
sem punktamir þurftu að
uppfylla var að þeir lentu í
mólendi og að fjarlægðin
milli þeirra væri að minnsta
kosti 1 km. Landakort og
áttaviti (Silva Ranger) voru
notuð til að miða út stöðv-
arnar úti á mörkinni. Hluti
talningastöðvanna (19) var
innan við 10 km frá sjó en
hinar voru í heiðunum,
lengst rúmlega 50 km frá
sjó. Talningastöðvarnar á
Tjörnesi vom flestar á
bilinu 100-200 m yfir sjáv-
armáli en heiðarnar hækk-
uðu inn til landsins og
syðstu stöðvarnar voru á bilinu 300-400
m yfir sjávarmáli. Meðalhalli heiðanna við
talningastöðvarnar var 2,5° (0,6-8,5°) og
oftast hallaði mót vestri (meðalstefna
222°).
Rjúpnatalningar fóru fram dagana 5-
13. maí (37 stöðvar) og 20. maí (5 stöðv-
ar). Talningarnar voru gerðar snemma
morguns (06:00-10:00) eða síðla dags
(17:00-22:00). Ástæðan fyrir þessari
tímasetningu var að karrarnir liggja fyrir
yfir hádaginn og birtuskilyrði leyfa ekki
talningar yfir hánóttina. Þegar komið var á
talningastöð var byrjað á að merkja ná-
kvæma staðsetningu inn á svarthvíta loft-
mynd af svæðinu, síðan var sett niður
merki, 1,5 m há flaggstöng, þannig að auð-
velt væri að finna stöðina síðar um sumar-
ið til gróðurmælinga. Rjúpnatalningin stóð
yfir í nákvæmlega 20 mínútur á hverri stöð
og var þá skimað í allar áttir eftir rjúpum.
Sjónauki var notaður til að auðvelda leit.
Á þessum árstíma eru karramir mjög áber-
andi, þeir eru hvítir á litinn og láta mikið á
sér bera (2. mynd). Allar rjúpur sem sáust
voru kyngreindar og fjarlægðin í þær
mæld með fjarlægðarmæli (Rangematic
600 og 1200). Uppgefin nákvæmni mæl-
anna var ± 1 m við 100 m, ± 9 m við 300 m
og ± 100 m við 1000 m. Aðeins rjúpur sem
sáust frá talningastöðinni voru teknar með.
Niðurstöður þessara talninga voru notaðar
sem kvarði á þéttleika rjúpna til að bera
saman við niðurstöður gróðurmælinga.
Einn maður taldi á fjórum stöðvum á
dag, tveimur að morgni og tveimur að
kvöldi. Stöðvarnar voru fundnar þannig að
lagt var af stað fótgangandi frá þjóðvegi
eins nálægt fyrstu stöð og mögulegt var.
Gengið var rakleitt og farið eftir áttavita.
Að lokinni talningu á fyrstu stöðinni var
stefnan tekin á talningastöð númer tvö og
að því loknu gengið niður á þjóðveg. Á
þessum göngum um heiðarnar voru rjúpur
taldar á sniðum. Breiddin á sniðinu var
hugsuð óendanleg. Allar rjúpur sem sáust
frá sniðlínu voru taldar og kyn skráð, fjar-
lægð í þær frá þeim stað þar sem þær sáust
fyrst (r.) mæld með fjarlægðarmæli og
sjónhorn í fuglinn miðað við sniðlínu (q)
83