Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 108

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 108
allt grasland upp undir hamra austan í Höfðabrekkufjalli „að fráteknu litlu plássi í Núpum austan“. ■ INNVIÐIR „JÖKULSINS" Meðan Múlakvísl var að grafa úr Höfða- brekkujökli að austan gáfust möguleikar að athuga byggingu hans í þversniðum sem þá opnuðust hvað af hverju. Kom þá í ljós mikið af, stundum geysistórum, jarð- vegsstykkjum sem sum lágu lárétt í snið- inu og nánast sem óhreyfð væru, og mátti í þeim sjá öskulög, þekkt úr umhverfinu (2. mynd). Ljóst er að þessi jarðvegur hefur rifist upp í meira eða minna heilu lagi, sennilega, eins og heimild greinir, einkum úr austurhlíðum Höfðabrekkufjalls en einnig úr Selfjalli og gróðurlendi þar í kring. Að sjálfsögðu hlýtur þessi jarðvegur að hafa kastast um á ýmsa vegu þegar hlaupið í flugferð hreif hann með sér, en það virðist með öllu óhugsandi að svona laus moldarjarðvegur hefði þolað að byltast um í iðustreymi um vegarlengd sem skiptir mörgum kílómetrum og í því flugi sem einkennir þessi hlaup. Þarna hlýtur að vera um að ræða það sem á ensku er nefnt debrisflow, sem þýtt hefur verið á íslensku malarrennsli en ég kýs heldur að nefna aurflóð eða aurrennsli. Sýnist mér Höfðabrekkujökull, með öll- um þessum jarðvegsleifum, vera þögult vitni um það. Alveg nýlega gafst tækifæri til að huga nánar að jarðvegsleifum undir „jöklinum“ að vestan, við farveg Kerl- ingardalsár. Þar er samfellt jarðvegslag, yfir 90 m langt og meira en 6 m þykkt (3. mynd). Ljóst er að um valllendisjarðveg er að ræða, nú svo hart saman þjappaðan að ekki verður í hann grafið með skóflu en aðeins má höggva úr honum smá stykki. Eins og sjá má af myndunum er efnið í Höfðabrekkujökli, fyrir utan jarðvegsleif- arnar, að mestu misgrófur sandur og aska. Aska og vikur eru ferskt gosgler en innan um er umtalsvert magn af bergbrotum og er það líparít, granófýr, basalt af ýmsum gerðum og einnig nokkuð af grænu gleri. Nokkuð er af grjóti en um stórgrýti verður naumast talað. Næsta hlaup eftir þetta verður í október 1755. Um það segir m.a. að sumt af þvf fór „vestur með Kaplagörðum framan Skip- helli í sjó fram allt að Víkurkletli og urn mestallan þann gamla jökul, hvorum það umsneri“. Ljóst er að þessi gamli „jökull“ getur ekki annað verið en Höfðabrekku- jökull og er þar með ljóst að hann hlýtur að vera frá gosinu 1721. Svo er það hlaupið 1823, það sem „gekk fram og suður frá Kaplagörðum, hefur það að vestanverðu fundið fyrir sér afætur nokkrar, máske holur eftir þiðnaða jaka frá fyrri hlaupum, og þar rifið sig niður og gert farveg nokkurn vestur í svonefnda Skiphelliskvísl.“ Það hlaup hefur því gert skarðið milli fjalls og „jökuls“, en um það liggur nú þjóðvegur 1. ■ HEIMILDIR Jón Jónsson 1980. Um Kötluhlaup. Náttúru- fræðingurinn 50. 81-86. Þorleifur Þórðarson & Erlendur Gunnarsson 1722. Skýrslur um Kötluhlaupið 1721. Safn til sögu ísl. IV. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907-1915. Þorvaldur Thoroddsen 1925. Die Geschichte der islandischen Vulkane Bls. 132. Viden- skb. Selsk. Skrifter. Bd. 9 Kpbenhavn. PÓSTFANG HÖFUNDAR Jón Jónsson Smáraflöt 42 210 GARÐABÆR 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.