Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 109
Aldursgrjeining á skeljum í
NJARÐVÍKUR'
HEIÐI
HAUKUR JÓHANNESSON OG
KRISTJÁN SÆMUNDSSON
Fyrir um 12.000 árum fór loftslag að
hlýna á norðurhveli jarðar og ísaldar-
jökulinn sem hulið hafði ísland um tug-
þúsundir ára tók að bráðna og dragast
saman. Nokkurn veginn þannig hljóðar
viðtekin skoðun á framgangi ísaldar-
loka hér á landi. Nýlegar rannsóknir á
ískjarna úr Grœnlandsjökli hafa orðið
til þess að varpa nýju Ijósi á loftslags-
breytingar síðustu 200.000 ára og hér
er greint frá nýjum rannsóknaniður-
stöðum sem benda til að nauðsynlegt sé
að endurskoða eldri hugmyndir.
ausum jarðlögum á utanverðum
LReykjanesskaga hefur lítið verið
sinnt af jarðfræðingum hin
------ seinni ár þótt af ýmsu sé þar að
taka. Nýlega skoðuðum við hinar miklu
malarmyndanir í Rauðamel og litum jafn-
framt eftir svipuðum jarðlögum þar nærri,
enda iná þar enn víða finna opnar etnis-
Haukur Jóhannesson (f. 1948) lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófi
frá Háskólanum í Durham á Englandi árið 1975.
Haukur starafði við jarðfræðirannsóknir á Jarðhita-
deild Orkustofnunar á árunum 1975-1979 og hefur
starfað við jarðfræðikortlagningu hjá Náttúrufræði-
stofnun Islands frá 1980.
Kristján Sæmundsson (f. 1936) lauk Dr. rer. nat.-próft
í jarðfræði frá Háskólanum í Köln íÞýskalandi 1966.
Hann hefur starfað við Jarðhitadeild Raforkumála-
skrifstofunnar og síðar Orkustofnunar frá 1966, aðal-
lcga við jarðhitarannsóknir.
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 107-111, 1995.
námur auk sniða sem opnast hafa við alls
kyns framkvæmdir.
í Rauðamel fundum við raunar ekki allt
sem að var leitað, svo sem skelja- og
beinaleifar sem stundum hafa komið þar
upp við gröftinn. Skeljar hafa fundist á
nokkrum stöðum á Rosmhvalanesi en
oftast muldar í jökulruðningi (Þorvaldur
Thoroddsen 1884, Guðmundur Kjartans-
son 1955, Kristján Sæmundsson og Sig-
mundur Einarsson 1980). Þær fundum við
hins vegar heilar í annars konar setlagi við
svonefndan Pattersonflugvöll suður af
Njarðvík. Er aldursákvörðun á þeim tilefni
þessa greinarkorns.
■ TVÆR GAMLAR
RITGERÐIR
Getið skal tveggja ritgerða þar sem minnst
er á þessi jarðlög. Hin fyrri er um jarð-
fræði Reykjanesskagans eftir tékkneskan
jarðfræðing, M.K. Kulhan (1943). Hann
var þar við jarðfræðirannsóknir sumarið
1934 og aftur 1936, þá þátttakandi í
vísindaleiðangri frá Tékkóslóvakíu sem
hér dvaldi við rannsóknir það sumar. í
ritgerð Kuthans er getið um sjávarsetlög
frá hlýskeiði (marine interglaziale Ab-
lagerungen) sunnan við Njarðvík og víðar
á Rosmhvalanesi. Stærsti flekkurinn á
korti hans er 3-4 km2 að stærð í Njarð-
víkurheiði. Ritgerð Kuthans hefur ekki átt
107