Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 28
Jarðlögin sem eru ofan við eða neðan við Hreðavatnsmislægið eru misgömul frá einum stað til annars. A svæðinu frá Hafnarfjalli upp að Hreðavatni mun aldur jarðlaga undir mislæginu vera nærri 12—13 m. ár en aldurinn lækkar smám saman er vestar dregur og er um 8.0—8.3 m. ár í Hítardal (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). Ofan mislægisins eru jarðlögin yngst undir Hafnarfjalli 5.5—6.0 m. ára (Hjalti Franzson 1978) en verða eldri er norðar og vestar dreg- ur. Við Hreðavatn eru þau 6.5 —7.0 m. ára (Haukur Jóhannesson 1975, McDougall o. fl. 1977) og um 8.0 m. ára í Hítardal (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). Augljóst er því, að eyðan er mest syðst í Borgarfirði en minnkar er norðar og vestar dregur. í Hítardal verður að telja að upphleðsla hafi verið mjög hæg á meðan mislægið (og setlögin) voru að myndast en eiginlegt goshlé hafi ekki verið. í austanverðum Borgarfirði virðist eldvirkni hafa legið niðri frá 12— 13 milljón árum til 6.5 — 7.0 milljón árum, þ. e. í nær 7 milljón ár. Eins er auðsætt að eldvirknin hófst fyrst nyrst í Borgarfirði en færðist sunnar er á leið. Allar jarðlaga- og segulsyrpur í Borgar- firði sem eru eldri en 4.5 m. ár þynnast í suðurátt (sjá 7. mynd). Líta má á Hreðavatnsmislægið sem gluggakarm sem horft er í gegnum niður í jarðlög sem eru allverulega eldri en þau sem í umgjörðinni eru. BROTAKERFI A VESTURLANDI Jarðlagastaflinn á Vesturlandi er töluvert brotinn af misgengjum og sprungum sem flokka má saman í kerfi. Helstu brotakerfin eru sýnd á 5. mynd. Þeim má skipta í tvo höfuðflokka eftir uppruna. Annars vegar misgengjaþyrp- ingar sem tengdar eru megineldstöðv- um og hins vegar brotakerfi sem mynd- ast við láréttar skerhreyfingar (snið- gengi). Misgengjaþyrpingar liggja í gegnum flestar megineldstöðvar á Vesturlandi (5. mynd). Þyrpingarnar eru yfirleitt 10—15 km breiðar og 30—50 km langar. Þeim fylgja ávallt gangaþyrp- ingar með sömu stefnu. Misgengin eru flest dæmigerð siggengi sem myndast við tognun eða gliðnun samfara land- reki (1. mynd f). Flestar þyrpingarnar á Vesturlandi stefna NA—SV en við Hrútafjörð stefna þær aftur á móti N—S eins og víðast á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi (Haukur Jóhannesson 1975, Kristján Sæmunds- son 1978). Misgengjaþyrpingarnar samsvara sprunguþyrpingum rekbelt- anna. í Kröflu eru hreyfingar á einum slíkum um þessar mundir (Axel Björns- son o. fl. 1977). Annars konar misgengi, svonefnd sniðgengi, verða til ef togspenna verkar á jarðskorpufleka í lárétta stefnu (ff3 á 1. mynd e), en þrýstispenna (<7,) verkar hornrétt á hana, einnig í lárétta stefnu. í slíku spennusviði brotnar flekinn fyrir áhrif skerspennu og tvö kerfi sniðgengja myndast. Sniðgengi eru lóðréttir fletir, en hreyfingar um þau eru láréttar. Bæði kerfin mynda horn við <r, sem venjulega er minna en 45°. Annað einkenni á slíkum brotakerfum á íslandi er að þau ná yfir mun stærra svæði en sprungu- og misgengjaþyrpingarnar. Slíkt brotakerfi teygir sig frá innanverðu Snæfellsnesi allt að Borgarfjarðardölum. Belti þetta er 30 km breitt og a. m. k. 90 km langt. Á þessu svæði er mjög flókið brota- 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.