Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 28
Jarðlögin sem eru ofan við eða neðan við Hreðavatnsmislægið eru misgömul frá einum stað til annars. A svæðinu frá Hafnarfjalli upp að Hreðavatni mun aldur jarðlaga undir mislæginu vera nærri 12—13 m. ár en aldurinn lækkar smám saman er vestar dregur og er um 8.0—8.3 m. ár í Hítardal (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). Ofan mislægisins eru jarðlögin yngst undir Hafnarfjalli 5.5—6.0 m. ára (Hjalti Franzson 1978) en verða eldri er norðar og vestar dreg- ur. Við Hreðavatn eru þau 6.5 —7.0 m. ára (Haukur Jóhannesson 1975, McDougall o. fl. 1977) og um 8.0 m. ára í Hítardal (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). Augljóst er því, að eyðan er mest syðst í Borgarfirði en minnkar er norðar og vestar dregur. í Hítardal verður að telja að upphleðsla hafi verið mjög hæg á meðan mislægið (og setlögin) voru að myndast en eiginlegt goshlé hafi ekki verið. í austanverðum Borgarfirði virðist eldvirkni hafa legið niðri frá 12— 13 milljón árum til 6.5 — 7.0 milljón árum, þ. e. í nær 7 milljón ár. Eins er auðsætt að eldvirknin hófst fyrst nyrst í Borgarfirði en færðist sunnar er á leið. Allar jarðlaga- og segulsyrpur í Borgar- firði sem eru eldri en 4.5 m. ár þynnast í suðurátt (sjá 7. mynd). Líta má á Hreðavatnsmislægið sem gluggakarm sem horft er í gegnum niður í jarðlög sem eru allverulega eldri en þau sem í umgjörðinni eru. BROTAKERFI A VESTURLANDI Jarðlagastaflinn á Vesturlandi er töluvert brotinn af misgengjum og sprungum sem flokka má saman í kerfi. Helstu brotakerfin eru sýnd á 5. mynd. Þeim má skipta í tvo höfuðflokka eftir uppruna. Annars vegar misgengjaþyrp- ingar sem tengdar eru megineldstöðv- um og hins vegar brotakerfi sem mynd- ast við láréttar skerhreyfingar (snið- gengi). Misgengjaþyrpingar liggja í gegnum flestar megineldstöðvar á Vesturlandi (5. mynd). Þyrpingarnar eru yfirleitt 10—15 km breiðar og 30—50 km langar. Þeim fylgja ávallt gangaþyrp- ingar með sömu stefnu. Misgengin eru flest dæmigerð siggengi sem myndast við tognun eða gliðnun samfara land- reki (1. mynd f). Flestar þyrpingarnar á Vesturlandi stefna NA—SV en við Hrútafjörð stefna þær aftur á móti N—S eins og víðast á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi (Haukur Jóhannesson 1975, Kristján Sæmunds- son 1978). Misgengjaþyrpingarnar samsvara sprunguþyrpingum rekbelt- anna. í Kröflu eru hreyfingar á einum slíkum um þessar mundir (Axel Björns- son o. fl. 1977). Annars konar misgengi, svonefnd sniðgengi, verða til ef togspenna verkar á jarðskorpufleka í lárétta stefnu (ff3 á 1. mynd e), en þrýstispenna (<7,) verkar hornrétt á hana, einnig í lárétta stefnu. í slíku spennusviði brotnar flekinn fyrir áhrif skerspennu og tvö kerfi sniðgengja myndast. Sniðgengi eru lóðréttir fletir, en hreyfingar um þau eru láréttar. Bæði kerfin mynda horn við <r, sem venjulega er minna en 45°. Annað einkenni á slíkum brotakerfum á íslandi er að þau ná yfir mun stærra svæði en sprungu- og misgengjaþyrpingarnar. Slíkt brotakerfi teygir sig frá innanverðu Snæfellsnesi allt að Borgarfjarðardölum. Belti þetta er 30 km breitt og a. m. k. 90 km langt. Á þessu svæði er mjög flókið brota- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.