Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 14
þar um, hefur þróunin greinilega orðið sú, að einfaldur, alþýðlegur fróðleikur, sem var aðalefni ritsins til að byrja með, hefur stöðugt verið að víkja fyrir vísindalegri greinum og rannsóknum höfundanna sjálfra. Með aukinni kennslu i raungreinum hér heima, svo og stöðugri fjölgun þeirra, sem stundað hafa nám i slíkum fræðum við erlenda háskóla, er hér kominn allstór hópur ungra sérfræðinga i náttúrufræð- um. Mun Náttúrufræðingurinn hafa reynst þeim hentugur og kærkominn vett- vangur til að birta greinar sínar, að minnsta kosti til að byrja með, enda sjást nú stöðugt ný nöfn á síðum ritsins. Lítil hætta mun á því, að greinar af þessu tagi liggi fyrir ofan skilning áhuga- manna um náttúrufræði, eins og lesenda Náttúrufræðingsins. Mjög sérfræðilegar greinar, einkum á sviði eðlisfræði og efnafræði, gætu þó gert það og ættu þá að birtast annars staðar, t. d. í Acta naturalia fslandica. Byrjunaratriði í náttúru- fræðum ættu aftur á móti að vera nægilega kynnt í skólum, útvarpi og sjónvarpi. Er útlit fyrir, að Náttúrufræðingurinn hafi þegar fundið þarna æskilegan meðalveg. Það skal jaó tekið fram, að yfirlitsgreinar um einstaka þætti náttúrufræðinnar og heimspekilegar hugleiðingar hafa alltaf verið vinsælar hjá lesendum Náttúrufræð- ingsins og verða jaað vafalaust áfram. Heimspekilegar vangaveitur eru íslcnskri alþýðu greinilega mjög að skapi. Um efni Náttúrufræðingsins er óhætt að segja, að engin ein grein náttúrufræð- innar hafi orðið þar yfirgnæfandi, og enginn ritstjóranna hefur sýnt jrá tilhneigingu að sveigja efnisvalið inn á sína sérgrein. Þrjár höfuðgreinar, grasafræði, dýrafræði og jarðfræði hafa að sjálfsögðu orðið meginefni ritsins, en þar fyrir utan hafa birst greinar um hin fjölbreytilegustu efni á sviði raunvísinda, enda fjöldi höfunda orðinn nálægt hálfu þriðja hundraði. Af sérstökum greinaflokkum má nefna: Árangur íslenskra fuglamerkinga eftir Magnús Björnsson, safnvörð, á árunum 1932—41; Fuglanýjungar (1938—44) og íslenska fugla I—XV m. myndum (1952—57), báða eftir Finn Guðmundsson; Myndir úr jarðfræði fslands I—VII (1953 — 57 og 1962) eftir þá Jóhannes Áskelsson og Sigurð Þórarinsson; Lofthita og úrkomu á Islandi (1947 — 55) frá Veðurstofunni. Ritfregnir hafa verið birtar í Náttúrufræðingnum af rúmlega 8 tugum bóka, flestum erlendum. Minningargreinar hafa verið ritaðar þar um náttúrufræðinga íslenska og erlenda, oft ásamt ritskrám þeirra. Sérstök minningarhefti af Náttúru- fræðingnum hafa verið gefin út þrisvar sinnum: I tilefni af 100 ára afntæli Þorvalds Thoroddsens, jarðfræðings, þann 6. júní 1955, 3. hefti 25. árgangs; í tilefni af 100 ára afmæli Stefáns Stefánssonar, skólameistara og grasafræðings, þann 1. ágúst 1963, 3—4 hefti 33. árgangs; og í minningu dr. Finns Guðmundssonar, sem lést 27. desember 1979, 2. — 3. hefti 49. árgangs. Flestir ritstjórar Náttúrufræðingsins hafa skrifað mikið í ritið og það jafnan bæði í sinni stjórnartíð og utan hennar. Mun Árni Friðriksson þó bera þar af. Margir aðrir náttúrufræðingar hafa sent ritinu greinar árum saman. Má þar einkum nefna Ingólf Davíðsson, grasafræðing; Ingimar Óskarsson, grasa- og skeldýrafræðing; Steindór Steindórsson, grasafræðing; Trausta Einarsson, jarðeðlisfræðing, og nú í seinni tíð Jón Jónsson, jarðfræðing, og Eyþór Finarsson, grasafræðing. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.