Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 22
halda til baka, þótt lítil von væri tii að þeir kæmust alla leið. Loewe varð að skilja eftir, því hann var kalinn á báðum fótum. Wegener tók ekki í mál annað en að fara sjálfur og á fimmtugsafmæli sínu, 1. nóvember 1930, lagði hann af stað með eskimóanum Rasmus. Hvorugur komst alla leið. Þann 8. maí 1931 fannst lík Wegeners nær miðja vegu milli Eismitte og Vesturstöðvar. Er líklegt talið, að hann hafi látist í tjaldi sínu, og að banamein hans hafi verið ofþreyta og hjartabilun. Hafði Rasmus lagt félaga sinn til í svefnpoka á hrein- bjálfa, merkt staðinn með skíðum hans og tekið með sér dagbók hans, í því skyni að koma henni til manna, en til þessa trúa Grænlendings hefur aldrei síðan spurst. En enn þann dag í dag stendur á kommóðu í stofu í Reykjavík stór inn- römmuð mynd af Alfred Wegener og til vinstri við hana mynd af ungum dreng, syni Jóns frá Laug. Nafn drengsins er Alfred Rasmus. Jón dáði Alfred Wegener umfram alla aðra, er hann hafði kynnst á Iífsleiðinni. Er mér minnisstætt, hversu tíðrætt honum varð um Wegener og síðasta leiðangur hans, er við lágum saman í tjaldi á Vatnajökli í hundasleðaleiðangrinum 1936. Vetur- inn 1930/31 hafðijón miklar áhyggjur af Wegener og félögum hans. í ritlingi, sem hann birti þá um veturinn, taldi hann það alltof mikla bjartsýni, að þeir myndu allir lifa af veturinn á Eismitte og áleit, að til hefði átt að koma alþjóð- leg hjálp með einu eða öðru móti. Um Wegener fórust honum þannig orð í þessum ritlingi: „Ég hygg, að Ieitun sé á öðrum eins dreng eða meira valmenni en hann er. Hefi ég aldrei unniö hjá öðrum eins yfirmanni. Hann var í öllu sívakandi yfir velferð okkar samverkamanna sinna.“ Um vetrardvöl þeirra Georgi, Loewe og Sorge á Eismitte skal ekki fjölyrt hér, en erfið varð hún þeirn. Loewe lá lengi illa haldinn af kali á fótum og varð sá endir á, að félagar hans sörguðu af hon- um átta tær með vasahníf án deyfilyfja. Allir þraukuðu þeir þó af veturinn og unnu mikilsverð rannsóknarstörf. Leiðangrinum lauk sumarið eftir og hafði Kurt Wegener þá tekið við stjórn- inni. Þótt Alfred Wegener ynni merkt brautryðjandastarf með rannsóknum sínum á Grænlandsjökli og dæi þar hetjudauða, er það þó ekki nema að litlu leyti þess vegna sem aldarafmælis hans er nú svo víða minnst. Ekki er það heldur vegna gagnmerkra rita veður- fræðilegs efnis, svo sem kennslubókar um eðlisfræði andrúmsloftsins og þá sögu loftslagsbreytinga, sem hann samdi ásamt tengdaföður sínum, Köppen. Gleymd eru að mestu stjarn- fræðileg rit hans, merk ritgerð um til- komu tunglgíga, en þá taldi hann vera ör eftir loftsteina — eins og tunglferðir hafa nú sannað. Það sem öllu öðru fremur heldur nú nafni Wegeners á lofti, og aðallega er minnst á aldaraf- mæli hans, er lítil bók, nánast kver, 94 bls. í smáu broti, sem kom út 1915 með heitinu: Die Entstehung der Kontinente und Ozeane, eða Tilkoma meginlanda og út- hafa. Bókin stækkaði í síðari útgáfum, upp í 231 síðu í þeirri fjórðu, er kom út 1929. Þessi bók fjallar um þá kenningu, sem hér er venjulega nefnd landreks- kenning Wegeners. Drög að þessari kenningu setti Wegener fyrst fram opinberlega í fyrirlestri á aðalfundi 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.