Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 24
ný kvika djúpt að komin. Samning
bókarinnar frestaðist vegna Græn-
landsleiðangursins með Koch. Svo skall
á fyrsta heimsstyrjöldin, en Wegener
særðist tvívegis á fyrstu mánuðum
hennar og í fríí vegna þess samdi hann
bókina að mestu.
Svo sannfærður var Wegener um
ágæti kenningar sinnar, að á gamlárs-
kvöld 1911, þ. e. a. s. viku áður en hann
hélt áðurnefndan fyrirlestur í Frank-
furt, skrifar hann í bréfi til Köppens,
sem virðist hafa verið eitthvað vantrú-
aður í fyrstu, að hann hafi ekki trú á því,
að gömlu skoðanirnar muni endast í
einn áratug eftir þetta. Að vísu reyndist
hann ekki sannspár um þetta, en kver
hans um landrekið kom jrvílíku róti á
hugi jarðvísindamanna, að helst er að
jafna við áhrif bókar Darwins: Um
uppruna tegundanna, á líffræðinga jress
tíma.
Kenning Wegeners eins og hún er sett
fram í bók hans, er í stuttu máli sú, að
meginlönd jarðar, sem gerð eru úr til-
tölulega léttum efnum, aðallega kísil og
alúminíum, fljóti með nokkrum hætti á
undirlagi sínu og reki einnig á þessu
undirlagi með svipuðum hætti og ísjaka
rekur fyrir vindi.
Við upphaf Miðlífsaldar, jj. e. a. s.
fyrir um 225 milljónum ára að [rví nú er
talið, var að áliti Wegeners allt fasta-
land jarðar sameinað í eina heild,
Pangæa, eða Al-land (4. mynd), en
þvert yfir þetta mikla meginland lá
grunnhaf, hið forna miðjarðarhaf,
Thetys. Á Miðlífsöld fór jDetta megin-
land að brotna í sundur í allmörg flök,
er tóku að reka, einkum þó er kom fram
á Nýlífsöld, sem nú er talin hefjast fyrir
um 60 milljónum ára. Rök Wegeners
fyrir landreki má færa til sex flokka:
1) Jardeðlisfrœdileg rök, einkum byggð á
niðurstöðum af jryngdarmæling-
um, sem höfðu leitt í Ijós, að undir
úthöfunum er þyngra efni en í
meginlandaflökunum, svo og á
mælingum á jafnvægisleitni jarð-
skorpunnar, t. d. risi Skandínavíu-
skagans, er fargi ísaldarjökulsins
létti.
2) Landfrœðileg rök. Þau eru fyrst og
fremst sú staðreynd, að vestur-
strendur Norður- og Suður—
Ameríku falla vel að vesturströnd-
um Evrópu og Afríku, ef þær eru
færðar saman á hnattlíkani. Sér-
staklega áberandi er þetta varðandi
Suður-Ameríku og Afríku. Þetta
skýrist eðlilega, ef landsvæðin hafa
rifnað hvort frá öðru.
3) Jarðfrœðileg rök. Þegar meginlands-
flökin eru felld saman kemur í ljós,
að landsvæði sömu eða svipaðra
berggerða og aldurs, lenda saman
og mynda eðlilega heild, sem nú er
aðskilin af úthöfum. Berggrunnur
Suður-Afriku tengist þannig með
eðlilegum hætti berggrunni
sunnarlega í Suður-Ameríku,
Kaledónísku fellingafjöllin á
Skandinavíuskaga frá fyrri hluta
Fornlífsaldar, leggjast að fellinga-
fjöllum sama aldurs á Austur—
Grænlandi, steinkolalög í Vestur—
Evrópu tengjast steinkolalögum
vestanhafs, o. s. frv.
4) Forndýra- og fornplöntufræðileg rök.
Fjölmargt i jtróunarsögu dýra og
plantna og nútíma dreifingu jjeirra
um jarðarkringluna verður að dómi
Wegeners auðskildara, ef gert er
ráð fyrir að meginlöndin hafi í eina
tíð verið samfelld heild, sem flök
hafi rekið frá á mismunandi tím-
18