Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 24
ný kvika djúpt að komin. Samning bókarinnar frestaðist vegna Græn- landsleiðangursins með Koch. Svo skall á fyrsta heimsstyrjöldin, en Wegener særðist tvívegis á fyrstu mánuðum hennar og í fríí vegna þess samdi hann bókina að mestu. Svo sannfærður var Wegener um ágæti kenningar sinnar, að á gamlárs- kvöld 1911, þ. e. a. s. viku áður en hann hélt áðurnefndan fyrirlestur í Frank- furt, skrifar hann í bréfi til Köppens, sem virðist hafa verið eitthvað vantrú- aður í fyrstu, að hann hafi ekki trú á því, að gömlu skoðanirnar muni endast í einn áratug eftir þetta. Að vísu reyndist hann ekki sannspár um þetta, en kver hans um landrekið kom jrvílíku róti á hugi jarðvísindamanna, að helst er að jafna við áhrif bókar Darwins: Um uppruna tegundanna, á líffræðinga jress tíma. Kenning Wegeners eins og hún er sett fram í bók hans, er í stuttu máli sú, að meginlönd jarðar, sem gerð eru úr til- tölulega léttum efnum, aðallega kísil og alúminíum, fljóti með nokkrum hætti á undirlagi sínu og reki einnig á þessu undirlagi með svipuðum hætti og ísjaka rekur fyrir vindi. Við upphaf Miðlífsaldar, jj. e. a. s. fyrir um 225 milljónum ára að [rví nú er talið, var að áliti Wegeners allt fasta- land jarðar sameinað í eina heild, Pangæa, eða Al-land (4. mynd), en þvert yfir þetta mikla meginland lá grunnhaf, hið forna miðjarðarhaf, Thetys. Á Miðlífsöld fór jDetta megin- land að brotna í sundur í allmörg flök, er tóku að reka, einkum þó er kom fram á Nýlífsöld, sem nú er talin hefjast fyrir um 60 milljónum ára. Rök Wegeners fyrir landreki má færa til sex flokka: 1) Jardeðlisfrœdileg rök, einkum byggð á niðurstöðum af jryngdarmæling- um, sem höfðu leitt í Ijós, að undir úthöfunum er þyngra efni en í meginlandaflökunum, svo og á mælingum á jafnvægisleitni jarð- skorpunnar, t. d. risi Skandínavíu- skagans, er fargi ísaldarjökulsins létti. 2) Landfrœðileg rök. Þau eru fyrst og fremst sú staðreynd, að vestur- strendur Norður- og Suður— Ameríku falla vel að vesturströnd- um Evrópu og Afríku, ef þær eru færðar saman á hnattlíkani. Sér- staklega áberandi er þetta varðandi Suður-Ameríku og Afríku. Þetta skýrist eðlilega, ef landsvæðin hafa rifnað hvort frá öðru. 3) Jarðfrœðileg rök. Þegar meginlands- flökin eru felld saman kemur í ljós, að landsvæði sömu eða svipaðra berggerða og aldurs, lenda saman og mynda eðlilega heild, sem nú er aðskilin af úthöfum. Berggrunnur Suður-Afriku tengist þannig með eðlilegum hætti berggrunni sunnarlega í Suður-Ameríku, Kaledónísku fellingafjöllin á Skandinavíuskaga frá fyrri hluta Fornlífsaldar, leggjast að fellinga- fjöllum sama aldurs á Austur— Grænlandi, steinkolalög í Vestur— Evrópu tengjast steinkolalögum vestanhafs, o. s. frv. 4) Forndýra- og fornplöntufræðileg rök. Fjölmargt i jtróunarsögu dýra og plantna og nútíma dreifingu jjeirra um jarðarkringluna verður að dómi Wegeners auðskildara, ef gert er ráð fyrir að meginlöndin hafi í eina tíð verið samfelld heild, sem flök hafi rekið frá á mismunandi tím- 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.