Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 26
6. mynd. Landaskipan á suðurhveli jarðar á kola-perm ísöld skv. Wegener (Or Holmes 1944).
Afríku. Miðað við suðurpól hafði
þessi landaheild þvi legu, hliðstæða
núverandi legu Suðurskauts-
landsins. Þurfti því ekki einu sinni
að koma til nein meiriháttar lofts-
lagsbreyting til að skýra þessa fornu
ísöld.
Sjötti flokkurinn, sem ekki var með
frá byrjun, er rök byggð á beinum
mælingum á landreki og verður
síðar að þeim vikið.
En hvað er það þá, sem knýr áfram
þetta landrek? Tveir eru þeir kraftar,
sem Wegener taldi að réðu mestu um
landrekið. Annar þeirra, sem hann
nefndi Polfluchtkraft, pólflóttaaflið eða
kraftinn, stafar af snúningi jarðar um
möndul sinn, sem veldur því, að fasta-
landsflökin hafa tilhneigingu til að reka
frá pólsvæðum í átt að miðbaug. Hinn
krafturinn, sem hann lagði meiri
áherslu á framan af, er hemlandi áhrif
aðdráttarafls tungls og sólar á snúning
jarðar og veldur því, sem Wegener
nefnir Westtrift, það er rek fastalands-
flakanna í vesturátt.
Þessir tveir kraftar valda því reki í
20