Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 34
1. mynd. Kaledóníska fellingin i Evrópu og N-Ameriku (Sílúr-Devon) er skyggð á
myndinni. l.andaskipan áætluð eftir stöðu segulskautanna á Perm. (Úr Holmes, 1965, birt
með leyfi Thomas Nelson and sons Ltd.).
rambaði á hina réttu lausn. Enda runnu
nú margar stoðir undir hana á skömm-
um tíma, þannig að 1968, sex árum síð-
ar, voru þær hugmyndir, sem menn gera
sér nú, fullmótaðar að mestu. Þær hug-
myndir voru að vísu aðeins hin stóra
mynd — ramminn, sem menn fást nú
við að fylla upp í.
Wegener imyndaði sér, að megin-
löndin færðust yfir hafsbotnana, sem
væru kyrrstæðir, enda var það ljóst, að
þau eru mun eðlisléttari en berg hafs-
botnanna. Botnskriðskenningin gerir
hins vegar ráð fyrir því, að það sé jarð-
skorpa hafsbotnanna sem hreyfist, en
meginlöndin berist með. Og loks kom
flekakenningin, hið nútímalegasta form
þessarar myndar, árið 1968, þar sem
hreyfingum jarðskorpunnar er lýst ná-
kvæmlega: hún skiptist í einingar eða
fleka, sem færast um jarðkúluna hver
með tilliti til annars.
En hvernig var sá jarðvegur, sem þessi
bylting spratt upp úr?
NÝJAR MÆLINGAR
I hundrað ár, frá tímum Lyells og
Darwins, höfðu jarðvísindin einkennst
28