Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 35
af sívaxandi sérhæfingu: Hver hópur fræðimanna ræktaði sinn garð af natni og síaukinni kunnáttu. Steingervinga- fræðingar röktu þróun tegundanna, jarðskjálftafræðingar réðu í innri gerð jarðar og eðli og orsakir jarðskjálfta; jarðsegulfræðingar mældu segulsvið jarðar, segulstorma og fornsegulmagn i bergi. Jarðfræðingar skráðu sögu jarðarinnar, þar sem lönd höfðu risið og hnigið í sæ, fellingafjöll myndast og rofist niður, höf opnast og fyllst af seti, jarðeldar brunnið og kulnað út. En jaessir hópar áttu æ minna sameiginlegt, og einangruðust sífellt meir hver í sinni sergrein, Jdví heildarmyndina vantaði, jtann ramma, sem vefurinn skyldi strengdur á. Hugarfar flestra einkenndist allt fram a 7. áratuginn af furðulegu forvitnisleysi um hin æðri rök. Svo ég rifji upp endurminningar frá námsárum minum 1 Bretlandi í upphafi þess áratugar, þá vissu menn t. d., að jafnaldra sandsteinn 1 Skotlandi, Noregi og A-Grænlandi hafði borist utan af hafi, þar sem þó var ekkert land að finna, sem slíkt berg gæti gefið af sér; og menn vissu, að í 400 milljón ára gömlum jarðlögum Silúr og Hevon tímans voru sömu steingerving- ar í Skotlandi og N-Ameriku, en allt aðrir i samtima-jarðlögum í Wales og Englandi. Það var auðvitað þetta, og margt annað þessu líkt, sem Wegener hafði leitast við að skýra með landreks- kenningu sinni, en nú litu menn á hana nánast sem hjáfræði, líkt og spíritisma eða pýramíðavisindi. Það höfðu verið jarðrð/wfræðingar fyrst og fremst, sem kváðu landrekskenning- una niður, en nú var það aftur einkum fyrir tilstilli jarðeðlisfræðilegra mælinga sem hún var endurreist i nýrri mynd. Þessar mælingar voru einkum ferns konar: I fyrsta lagi var hafsbotninn kort- lagður með bergmálsmælingum, þar sem kerfi miðhafshryggja, jarðtroga og neðansjávarfjalla kom í ljós. I öðru lagi var segulsviðið yfir hafsbotninum mælt. 1 þriðja lagi leiddu fornsegulmælingar í ljós, að landrek hafði átt sér stað, þrátt fyrir allt, og að segulsvið jarðar hafði snúist við eða umpólast margsinnis. A miðjug 6. áratugnum tókst að timasetja hinar síðustu umskautanir jarðsegul- sviðsins, aftur að þrem milljónum ára, með K/Ar aldursákvörðunum og í fjórða lagi voru upptök jarðskjálfta staðsett af mikilli nákvæmni með neti skjálfta- mæla, sem m. a. var sett upp til þess að fylgjast með kjarnorkusprengingum neðanjarðar. Ég mun nú rekja í stórum dráttum þessar rannsóknir, sem leiddu að lokum til nýrrar heimsmyndar jarðfræðinnar, en lýsa siðan helstu þáttum hennar. LANDSLAG A HAFSBOTNI Ef hægt er að kenna nýju jarðfræðina við einhvern einn mann, þá er sá Harry Hess, prófessor í jarðfræði við háskólann i Princeton. Á striðsárunum var hann aðmíráll í sjóhernum, og sigldi skipi sínu „Cape Johnson“ um Kyrrahafið i leit að kafbátum. En Hess fann sitthvað fleira en kafbáta, nefnilega neðansjávarfjöll með flötum toppi, líkust fjallinu Herðubreið, sem hann nefndi ,,guyots“. Hann taldi þessi fjöll vera útkulnuð eldfjöll, sem fyrrum hefðu verið við sjávaryfirborð, og þá rofist hinn flati toppur, en síðan heföu þau sokkið í sæ. Eldfjöllin taldi hann hafa myndast efst á hrygg, sem nú er útkulnaður, og nefndur Darwin-hryggur. Hryggur 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.