Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 37
Kyrrahafshryggurinn kortlagður, en
hann liggur frá Kaliforníuflóa sunnan
Ástralíu i Indlandshaf. Hryggir þessir
eru iðulega um 2 km háir yfir djúphafs-
botnana, 2000 km breiðir, og 10.000 km
langir. En brotabeltin, sem fyrst var lýst
árið 1952, eru þversprungur á hryggja-
kerfinu — af því tagi er t. d. Tjörnes—
brotabeltið fyrir norðan Island, sem
tengir eldgosabelti Þingeyjarsýslu við
framhald Atlantshafshryggjarins, Kol-
beinseyjarhrygg. Brotabeltin þóttu
merkileg, en fulla skýringu á þeim fengu
menn ekki fyrr en með flekakenning-
unni. I stuttu máli leiddi kortlagning
hafsbotnsins i ljós, að um hann liggur
mikið kerfi neðansjávarhryggja, sem
brotabelti skipta í hryggjarbúta. Sömu-
leiðis, að einstök neðansjávarfjöll
mynda samfellda fjallgarða á hafsbotn-
inum, en dreifast ekki um hann allan.
Og síðast en ekki síst, að á hryggjunum
er ekkert laust set — það þykknar út frá
þeim til beggja hliða, en er yfirleitt bæði
ótrúlega jtunnt, og ótrúlega ungt. Þetta
höfðu menn raunar hyllst til að skýra
3- mynd. Þversnið yfir rekhrygg sýnir að (1) þegar hafsbotnsskorpuna rekur frá hryggnum,
liggur æ yngra set ofan á berginu, (2) bergið í gliðnunarbeltinu er brotið og klofiö og hefur
því lágan hljóðhraða — utar gróa sprungurnar saman, og hljóðhraðinn hækkar. (3) Hug-
mynd Hess um möttulhreyfingar og samsetningu bergs undir hryggjunum. (Or Hess, 1962,
birt með leyfi W.H. Freeman and Company).
31