Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 38
þannig, að setmyndun á úthafsbotnin- um hefði nánast engin verið nema á ís- öld, þegar jöklarnir surfu löndin. Hess segir i grein sinni, Saga hafsboln- anna, sem út kom árið 1962, og telja má upphaf nýju jarðfræðinnar: „Fyrir löngu síðan stakk Arthur Holmes upp á því, að iðustraumar í jarðmöttlinum yllu jarðskorpuhreyfingum. Samt sem áður eru þeir jarðfræðingar og jarð- eðlisfræðingar fáir, sem vilja fallast á þessa tilgátu, og flestir þeirra telja hug- myndina um iðustrauma fjarri lagi. En væri tilgátan um iðustrauma í möttlin- um tekin gild, væri hægt að skýra með skynsamlegu móti þróun hafsbotnanna, og hafanna sjálfra. Þá munu fjölmargar áður-óskyldar staðreyndir falla í eina mynd, en það bendir til þess, að nú jaðri við að fullnægjandi kenning sé fyrir hendi.“ Og Hess heldur áfram: „Árið 1959 gerði hollcnski jarðeðlisfræðingur- inn Venig Meinesz reiknifræðilega könnun á yfirborði jarðarinnar. Niður- stöður hans falla mjög vel að líkani, þar sem gert er ráð fyrir iðustraumum í möttlinum; iðueiningarnar væru líkar kefli eða bjúgaldini í laginu, 3000 — 6000 krn í þvermál, og 10—20.000 km langar. Sömuleiðis sýndi hin reikni- fræðilega könnun Venig Meinesz, að hinir smærri þættir landslagsins, nefni- lega smærri en einstök meginlönd eða hafsvæði, eru reglulegri en menn höfðu vænst.“ Og enn segir Hess í Sögu hafs- botnanna: „Niðurstöður fornsegulmælinga þeirra Runcorns, Irvings o. fl. frá 1959 benda eindregiö til þess, aö meginlönd- in hafi flust um langa vegu tiltölulega nýlega, frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Menn geta deilt um smáatriðin, en rök fornsegulmælinganna eru nægilega sannfærandi til þess, að nær sé að trúa niðurstöðunum en að vísa þeim frá sér. Röksemdafærslan er þessi: jörðin hefur alltaf haft tvískauta segulsvið, og segul- skautin hafa alltaf verið í nánd við snúningsskautin, sem alltaf hljóta að haldast hin sömu. Hraun, sem myndast á hverjum tíma, geyma segulstefnuna, og mælingar fornsegulfræðinganna sýna, að hún (segulstefnan) hefur breyst reglulega með tímanum á hverju meginlandi, en hins vegar á mis- munandi vegu á hinum ýmsu megin- löndum. Þetta bendir eindregið til þess, að hinir ýmsu hlutar jarðaryfirborðsins hafi hreyfst hver á sinn hátt með tilliti til jarðmöndulsins.“ Þetta var semsagt staðan árið 1962, en meira þurfti til. FORNSEGULMÆLINGAR Árið 1929 komst japanskur jarðeðlis- fræðingur, Matuyama að nafni, að jreirri niðurstöðu, að stefna jarðsegul- sviðsins hefði verið öfug við ]:>að sem nú er á fyrri hluta isaldar. Hann haföi verið að mæla seguleiginleika bergsins, og veitti [rví þá athygli, að sýni nokkurt hafði öfuga segulstefnu við ríkjandi segulsvið. Hann fór nú að mæla meira, og komst að þeirri niðurstöðu, að hraun frá fyrri hluta ísaldar i Japan, Kóreu og Mansjúriu væru öfugt segulmögnuð, en yngri hraunin rétt seguimögnuð. Þetta skýrði hann þannig að segulsviðið hefði snúist einhvern tíma á isöld. Þessi niðurstaða Matuyamas vakti litla at- hygli —- menn vissu þá lítið um tilurð segulsviðsins, hvað þá um skautsnún- inga, og tilgáta hans gat virst jafn- fáránleg og sú, að þyngdaraflið ætti eftir að snúast við einn góðan veðurdag. Matuyama hætti síðar við jarðeðlis- 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.