Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 38
þannig, að setmyndun á úthafsbotnin-
um hefði nánast engin verið nema á ís-
öld, þegar jöklarnir surfu löndin.
Hess segir i grein sinni, Saga hafsboln-
anna, sem út kom árið 1962, og telja má
upphaf nýju jarðfræðinnar: „Fyrir
löngu síðan stakk Arthur Holmes upp á
því, að iðustraumar í jarðmöttlinum
yllu jarðskorpuhreyfingum. Samt sem
áður eru þeir jarðfræðingar og jarð-
eðlisfræðingar fáir, sem vilja fallast á
þessa tilgátu, og flestir þeirra telja hug-
myndina um iðustrauma fjarri lagi. En
væri tilgátan um iðustrauma í möttlin-
um tekin gild, væri hægt að skýra með
skynsamlegu móti þróun hafsbotnanna,
og hafanna sjálfra. Þá munu fjölmargar
áður-óskyldar staðreyndir falla í eina
mynd, en það bendir til þess, að nú jaðri
við að fullnægjandi kenning sé fyrir
hendi.“ Og Hess heldur áfram: „Árið
1959 gerði hollcnski jarðeðlisfræðingur-
inn Venig Meinesz reiknifræðilega
könnun á yfirborði jarðarinnar. Niður-
stöður hans falla mjög vel að líkani, þar
sem gert er ráð fyrir iðustraumum í
möttlinum; iðueiningarnar væru líkar
kefli eða bjúgaldini í laginu, 3000 —
6000 krn í þvermál, og 10—20.000 km
langar. Sömuleiðis sýndi hin reikni-
fræðilega könnun Venig Meinesz, að
hinir smærri þættir landslagsins, nefni-
lega smærri en einstök meginlönd eða
hafsvæði, eru reglulegri en menn höfðu
vænst.“ Og enn segir Hess í Sögu hafs-
botnanna: „Niðurstöður fornsegulmælinga
þeirra Runcorns, Irvings o. fl. frá 1959
benda eindregiö til þess, aö meginlönd-
in hafi flust um langa vegu tiltölulega
nýlega, frá jarðfræðilegu sjónarmiði.
Menn geta deilt um smáatriðin, en rök
fornsegulmælinganna eru nægilega
sannfærandi til þess, að nær sé að trúa
niðurstöðunum en að vísa þeim frá sér.
Röksemdafærslan er þessi: jörðin hefur
alltaf haft tvískauta segulsvið, og segul-
skautin hafa alltaf verið í nánd við
snúningsskautin, sem alltaf hljóta að
haldast hin sömu. Hraun, sem myndast
á hverjum tíma, geyma segulstefnuna,
og mælingar fornsegulfræðinganna
sýna, að hún (segulstefnan) hefur
breyst reglulega með tímanum á
hverju meginlandi, en hins vegar á mis-
munandi vegu á hinum ýmsu megin-
löndum. Þetta bendir eindregið til þess,
að hinir ýmsu hlutar jarðaryfirborðsins
hafi hreyfst hver á sinn hátt með tilliti til
jarðmöndulsins.“
Þetta var semsagt staðan árið 1962,
en meira þurfti til.
FORNSEGULMÆLINGAR
Árið 1929 komst japanskur jarðeðlis-
fræðingur, Matuyama að nafni, að
jreirri niðurstöðu, að stefna jarðsegul-
sviðsins hefði verið öfug við ]:>að sem nú
er á fyrri hluta isaldar. Hann haföi verið
að mæla seguleiginleika bergsins, og
veitti [rví þá athygli, að sýni nokkurt
hafði öfuga segulstefnu við ríkjandi
segulsvið. Hann fór nú að mæla meira,
og komst að þeirri niðurstöðu, að hraun
frá fyrri hluta ísaldar i Japan, Kóreu og
Mansjúriu væru öfugt segulmögnuð, en
yngri hraunin rétt seguimögnuð. Þetta
skýrði hann þannig að segulsviðið hefði
snúist einhvern tíma á isöld. Þessi
niðurstaða Matuyamas vakti litla at-
hygli —- menn vissu þá lítið um tilurð
segulsviðsins, hvað þá um skautsnún-
inga, og tilgáta hans gat virst jafn-
fáránleg og sú, að þyngdaraflið ætti eftir
að snúast við einn góðan veðurdag.
Matuyama hætti síðar við jarðeðlis-
32