Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 40
fræði, og sneri sér að leiklist, en það er önnur saga. Raunar var það Fransmaðurinn Brunhes, sem fyrstur veitti öfugt-segul- mögnuðum sýnishornum athygli. Það var 1906, og árið 1926 hafði landi hans Mercanton komist að þeirri niðurstöðu, að segulsviðið hefði verið öfugt á Mið- lífsöld og Tertíer. Nú heita segulskeiðin tvö hin síðustu Brunhes og Matuyama. Þessum rannsóknum var ekki haldið áfram að ráði fyrr en 20 árum síðar, þegar Hollendingurinn Hospers kom hingað til lands og mældi 650 sýni af hvers konar bergi víðs vegar að af land- inu. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ekki einasta væru sýni frá fyrri hluta ísaldar öfugt segulmögnuð, heldur skiptust hraunlögin í tertíera staflanum í syrpur, með um 25 hraunlögum i hverri að meðaltali, sem væru til skiptis öfugt og rétt segulmagnaðar. Hospers þótti að sjálfsögðu líklegast, að segul- sviðið hefði snúist við mörgum sinnum i sögu jarðarinnar, og stakk upp á því, að þessa segulmælingatækni mætti nota til að tengja jafnaldra hraunlög og syrpur á eldgosasvæðum — þessi aðferð er raun- ar undirstöðuaðferð við jarðfræðikortun hér á landi í seinni tíð. En samt var það ekki alveg sjálfgefið, að minnsta kosti fyrst í stað, að segulskipti hefðu valdið hinni öfugu segulmögnun, því Japani að nafni Uyeda sýndi fram á það með tilraunum á rannsóknastofu, að sum sýni segulmagnast öfugt við segulsviðið, og sömuleiðis, að efnahvörf i bergi geta valdið segulsnúningi í berginu sjálfu. Um þetta deildu menn um hrið, en jafnskjótt og i ljós kom, að sömu segul- skiptasögu mátti lesa úr bergstöflum mismunandi landa og álfa varð ljóst, að ekki var um annað að ræða en taka þeirri skýringu, að segulsviðið snérist við með óreglulegu millibili. Hér á landi héldu þeir Þorbjörn Sigurgeirsson og Trausti Einarsson mælingum og segul-kortun Hospers áfram, og unnu mikið starf á þvi sviði. En nú reyndu menn sem ákafast að ákvarða með sem mestri nákvæmni aldur síðustu segulskipta. Það tókst eftir 1956, er endurbættur massagreinir var smíðaður við Kaliforníuháskóla, sem gerði kleift að mæla lofttegundina ar- gon í bergsýnum með nægilegri ná- kvæmni. Aldursgreiningaraðferð þessi byggist á því, að hluti kalíums i berginu er geislavirkur, sn.K40, og breytist í Ar40 með tímanum. Þessi aðferð hafði dugað vel til að greina sýnishorn af mjög gömlu bergi, sem langan tíma hafði fengið til að byggja upp Ar-innihald sitt, en menn höfðu ekki ráðið við sýni, sem yngri voru en 10 milljón ára eða svo. A hinn bóginn dugar geislakolsað- ferðin ekki til að aldursgreina nema mjög ung sýni, upp að 40.000 árum eða þar um bil, þannig að ekki var unnt að aldursgreina sýnishorn frá isöld með neinni nákvæmni. En nú hófst mikið aldursgreiningatímabil, þar sem tveir hópar vísindamanna, í Berkeley í Bandaríkjunum og i National Uni- versity i Ástralíu, kepptust um að full- komna segultímatalið svonefnda. Nú telja menn, að undanfarnar ármilljónir hafi að meðaltali orðið um 5 um- skautanir á hverjum milljón árum, og síðast hafi segulsviðið snúist fyrir u. þ. b. 700 þúsund árum. Áður en lengra er haldið, er rétt að segja fáein orð um það, hvað valdi jarð- segulsviðinu. Við þetta hafa eðlisfræð- ingar og stærðfræðingar fengist, og menn telja nú, að jarðkjarninn, sent í 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.