Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 41
aðalatriðum er gerður úr fljótandi járni,
myndi rafal vegna iðustrauma og snún-
ings jarðar. Einföld reikni- og tilrauna-
líkön af slíkum rafli benda til þess, að
það sé eiginleiki hans að snúa segulsvið-
inu annað veifið, en ekki munu menn þó
á eitt sáttir hvað þeim snúningi valdi —
hvort það sé eingöngu eiginleiki rafals-
ins, eða hvort utanaðkomandi áhrif,
svosem iðustraumar í neðri hluta jarð-
möttulsins, valdi hér einhverju um.
Ferli þau, sem segulsviðinu valda, eru
kölluð,,vökvaflæðis-seglun“ eða „mag-
neto-hydrodýnamísk“ ferli, en menn
telja, að allar reikistjörnur, sem hafa
fljótandi kjarna, hafi segulsvið, og
sömuleiðis sýni segulmagnað berg á
tunglinu, að máninn hafi a. m. k. í eina
tíð haft fljótandi kjarna og segulsvið.
SEGULRÆMUR
Nú víkur sögunni til þriðja þáttar
þessara rannsókna, segulmælinga yfir
hafsbotnunum. Á 6. áratugnum var
hinn svonefndi prótónu segulmælir
kominn til sögunnar, en með honum er
unnt að mæla styrk segulsviðsins sjálf-
5. mynd. Upptök jarðskjálfta á fslandi og umhverfis árin 1962—1977. Stóru hringirnir sýna
skorpuhreyfinguna sem skjálftanum olli — á Reykjanesi og Tjörnes-brotabeltinu er hreyf-
ingin á A-V víxlgengi. (Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson, 1980).
35