Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 45
ófullkomið net skjálftamæla var. En
undir lok 6. áratugsins setti bandaríska
varnarmálaráðuneytið upp net 125
skjálftamæla til að fylgjast með atóm-
sprengingum neðanjarðar, og greina
skjálfta af þeirra völdurn frá náttúrleg-
um jarðskjálftum, en vísindamenn
fengu aðgang að hinum nýju gögnum
samstundis. Nú varð skammt stórra
högga á milli: menn sannfærðust urn
það, að jarðskjálftar verða einungis á
mjóum beltum, sem hlykkjast um jörð-
ina: hinir grunnu flestir á mið-hafs-
hryggjunum, en hinir djúpu á Benioff-
beltunum. Sömuleiðis, að jarðskorpu-
hreyfingar á brotabeltum þeim, sem
kubba hryggjakerfin í búta, eru í sam-
ræmi við botnskriðskenninguna, og
þurftu jarðskjálftafræðingar nú ekki
fleiri vitna við. Og 1968 setti Jason
Morgan fram flekakenninguna, sem
segir í stuttu máli: Jarðskorpan skiptist í
fleka, sem hver um sig er stíf heild.
Flekarnir hreyfast fram og aftur urn
yfirborð jarðarinnar með tilliti hver til
annars, og jarðskjálftar verða einungis á
flekamótunum. Flekarnir eru i sífelldri
myndun við miðhafshryggina, en eyðast
á niðurstreymisbeltum — þar eru djúp-
álar og fellingafjöll.
HEITIR REITIR
Eins og áður kom fram, mynda
neðansjávarfjöllin, sem fyrst leiddu
Harry Hess á spor botnskriðskenn-
ingarinnar, fjallgarða. Fjallgarðar sem
þessir liggja iðulega að eldvirkri úthafs-
eyju; gott dæmi er Hawaii-eyjaklasinn,
sem myndar keðju af eyjum og neðan-
8. mynd. Drummond Matthews (t. v.) og Fred Vine — þeir skýrðu segulræmur hafsbotn-
anna (úr Cox, 1973, birt með leyfi W.H. Freeman and Company).
39