Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 49
hafsbotninn. Niðurstöður þeirra rann-
sókna birtast jafnóðum, og fylla nú ein
50 bindi. Ætla má, að borholur á
Reykjanesi, þar sem heitur saltsjór
kemur upp, séu í flestu líkar borholum
sem boraðar væru í Reykjaneshrygginn.
Segulkort þau, sem prófessor Þorbjörn
Sigurgeirsson hefur gert og mælt fyrir úr
flugvél, sýna segulræmur svipaðar
þeim, sem mælst hafa yfir hafsbotnin-
um. Að vísu ætla menn, að túlkun slíkra
mælinga á landi sé á ýmsan hátt flókn-
ari en á hafsbotninum, vegna þess, að á
landi renna hraunin lengra, en hlaðast
ekki upp vegna hraðkælingar eins og á
hafsbotninum, auk þess sem isaldarrofiÚ
hefur flækt myndina á landi. En al-
mennt séð er Island að allri gerð og
uppbyggingu hluti af jarðskorpu At-
lantshafsins.
Jarðfræðirannsóknir undangenginna
áratuga sýna, að þau ferli, sem nú eru
virk í jörðinni, hafa verið það í a. m. k.
4000 milljón ár, eða allt frá því að hið
elsta berg sem fundist hefur, myndaðist.
Þetta er í samræmi við hið fornkveðna,
að nútíminn sé lykill að fortíðinni. I ljósi
flekakenningarinnar þykjast menn nú
skilja myndun meginlanda úr efni jarð-
möttulsins, myndun fellingafjalla og
fornra jarðtroga, sérstæða þróun og
dreifingu dýrategunda hinna ýmsu
meginlanda, jarðhita og málmmyndan-
ir, bergtegundir og hvaðeina.
Wegener varð að sætta sig við það, að
landrekskenningin fengi mótbyr, þótt
hann tryði því sjálfur, að margt áður
óskiljanlegt mætti skýra í ljósi hennar.
Og tæplega hefur hann ímyndað sér, að
í endurbættri mynd ætti hún eftir að
valda svo algerri byltingu sem raun varð
á. Og mætti hann því vel við una.
EFTIRMÁLI
Svo vildi til, að þegar ég var við
framhaldsnám í Bandaríkjunum milli
1966 og 1970, voru kennarar mínir
ýmsir af frumkvöðlum „nýju jarðfræð-
innar,“ sem þarna höfðu safnast í
kringum Harry Hess, eða auk hans sjálfs
þeir Fred Vine, Jason Morgan og Walt-
er Elsasser. Þá voru einmitt ýmis af
þessum stórmerkjum að gerast: fleka-
kenningin birtist 1968 og möttul-
stróka-kenningin var í burðarliðnum
1970. Mitt verkefni var að vísu á öðru
sviði, en þó gat ekki farið hjá því, að
nemendur innblésust af þeim anda, sem
Jtarna sveif yfir vötnunum. Af einhverri
ástæðu — líklega þeirri, hve lítið var þá
í rauninni vitað um jarðfræði Islands
— hafði Hess engan áhuga á I’slandi, og
fyrir hans ráð fjallaði rannsóknarverk-
efni mitt ekki um ísland. En þeirn mun
ánægjulegri hefur þróunin orðið í skiln-
ingi vorum á Islandi sem hluta heims-
sprungukerfisins í seinni tíð; ég tel í
ritaskránni fáeinar greinar íslendinga,
Jrar sem Island er fellt inn í myndina:
Gunnar Böðvarsson og G. P. L. Walker
(1964) komu með líkan af uppbyggingu
landsins, sem Guðmundur Pálmason
(1973, 1980) útfærði enn frekar. Guð-
mundur Pálmason og Kristján Sæ-
mundsson (1974) skrifuðu yfirlitsgrein
um stöðu Islands á hryggnum; Harald-
ur Sigurðsson (1970) og Haukur
Jóhannesson (1980) færðu fram skýr-
ingu á myndun Snæfellsness í ljósi
flekakenningarinnar, og Kristján Sæ-
mundsson (1974) á myndun Tjörnes-
brotabeltisins. Niels Oskarsson o. fl.
(1981) gerðu tilraun til að útskýra upp-
runa og dreifingu bergtegunda á íslandi
í ljósi hnikþátta landsins.
Tvær yfirlitsgreinar um „nýju jarð-
43